Erlent

Peres biðst afsökunar á dauða fjögurra barna

Atli Ísleifsson skrifar
Shimon Peres Ísraelsforseti segir að um óviljaverk hafi verið að ræða og er málið til rannsóknar hjá Ísraelsher.
Shimon Peres Ísraelsforseti segir að um óviljaverk hafi verið að ræða og er málið til rannsóknar hjá Ísraelsher. Vísir/AFP
Shimon Peres Ísraelsforseti hefur beðist afsökunar vegna dauða fjögurra palestínskra barna sem létust í loftárás Ísraelshers þegar þau voru að leik á strönd nærri Gazaborg í gær. „Ég hugsa að þetta hafi verið óviljaverk og okkur þykir miður að þessi fjögur börn hafi látið lífið,“ sagði Peres í samtali við BBC.

Peres segir að fyrir árásina hafi viðvörun verið gefin út og að árásinni hafi verið beint gegn stórri vopnageymslu Hamas-liða. Á vef BBC segir að Ísraelsher sé með málið til rannsóknar.

Að sögn talsmanns Ísraelshers hefur herinn framkvæmt tæplega tvö þúsund árásir á Gaza frá 8. júlí, en Hamas-liðar hafa skotið um 1.400 eldflaugum á Ísrael.

Tugþúsundir ísraelskra hermanna er nú staðsettir nærri landamærum Gaza og er talið að innrás gæti verið yfirvofandi.

Sameinuðu þjóðirnar segja um 1.400 heimili á Gaza hafa eyðilagst og rúmlega 18 þúsund manns séu á vergangi vegna árása Ísraelsmanna.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×