Erlent

Vopnahlé rofið þegar eldflaugum var skotið

Atli Ísleifsson skrifar
Ísraelsmenn og Palestínumenn höfðu samið um fimm tíma vopnahlé svo hægt væri að koma nauðþurftum til Gaza.
Ísraelsmenn og Palestínumenn höfðu samið um fimm tíma vopnahlé svo hægt væri að koma nauðþurftum til Gaza. Vísir/AFP
Hamas-liðar hafa skotið að minnsta kosti þremur eldflaugum frá Gaza og á Ísrael í miðju fimm stunda vopnahléi sem samið var um til að hægt væri að koma nauðþurftum til Gaza.

Á vef BBC segir að talsmenn Ísraelshers segi árásirnar hafa verið gerðar tveimur tímum eftir að vopnahléið tók gildi. Ísraelsher hefur enn sem komið er ekki brugðist sérstaklega við árásunum og talsmenn Hamas hafa ekki sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins.

Palestínsk yfirvöld segja 227 Palestínumenn hafa fallið í loftárásum Ísraelshers frá því að þær hófust þann 8. júlí. Einn Ísraelsmaður hefur látist í eldflaugaárásum Hamas-liða.


Tengdar fréttir

Fimm stunda vopnahlé á Gasa

Hamas og Ísraelsher hafa fallist á vopnahlé svo koma megi nauðþurftum til íbúa Gasa-svæðisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×