Líkamsárásin í Grundarfirði: Maðurinn enn í öndunarvél Stefán Ó. Jónsson skrifar 17. júlí 2014 11:16 Frá höfninni í Grundarfirði þar sem árásin átti sér stað. VÍSIR/VILHELM Maðurinn sem ráðist var á í Grundarfirði í nótt var heimamaður að sögn þeirra sem urðu vitni að árásinni. Tveir menn veittust að honum um klukkan 02:30 en þeir voru skipverjar á togaranum Baldvini NC 100 sem var við bryggju í Grundarfirði í nótt. Skipið er í eigu dótturfélags Samherja, Deutsche Fischfang Union. Mennirnir þrír höfðu setið að sumbli á skemmtistað í bænum til klukkan 01:00 en samkvæmt starfsmanni staðarins var létt yfir mönnunum og áttu þeir í engum deilum meðan á dvöl þeirra stóð. Það var svo á þriðja tímanum í morgun sem skipverjarnir veittust að manninum við hafnarsvæðið í bænum með þeim afleiðingum að hann hlaut alvarlega höfuðáverka. Hlúð var að manninum á heilsugæslustöðinni í Grundarfirði en ástand mannsins var talið svo alvarlegt að kallað var eftir þyrlu Landhelgisgæslunnar sem flutti hann á slysadeild Landspítalans. Þyrlan lenti þar rétt fyrir klukkan fimm í morgun og liggur maðurinn nú á gjörgæsludeild, meðvitundarlaus og þungt haldinn, að sögn vakthafandi læknis þar. Lögreglan hefur í morgun kortlagt vettvang árásarinnar og yfirfarið myndbandsupptökur úr öryggismyndavélum á hafnarsvæðinu. Árásarmennirnir tveir eru enn í haldi lögreglunnar en Baldvin hélt úr höfn um klukkan átta í morgun. Annar mannanna er íslenskur. Yfirheyrslur yfir mönnunum fara að hefjast en þeir hafa fram til þessa verið að sofa úr sér áfengisvímuna. Uppfært kl. 13:20Samkvæmt vakthafandi lækni er maðurinn í lífshættu og er honum enn haldið sofandi í öndunarvél.Uppfært 14:15 Árásarmennirnir hafa nú sofið úr sér og er verið að flytja þá á Akranes í skýrslutökur. Lögreglan telur að mennirnir á Baldvini NC 100 hafi verið við löndun þegar skipverjarnir réðust á manninn og mun hún því vera í sambandi við áhöfn togarans símleiðis því Baldvinn er nú kominn út á rúmsjó sem fyrr segir.Uppfært 16:20 Maðurinn gekkst undir aðgerð síðdegis. Honum er áfram haldið sofandi í öndunarvél. Lögreglan reynir nú að púsla saman atburðarásinni frá því að skemmtistaðurinn lokaði klukkan eitt og þangað til að árásin átti sér stað á þriðja tímanum í nótt. Hún leitar frekari vitna að árásinni og bendir þeim á að hægt er að ná sambandi við hana í síma 430-4141. Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Erlent Fleiri fréttir Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Sjá meira
Maðurinn sem ráðist var á í Grundarfirði í nótt var heimamaður að sögn þeirra sem urðu vitni að árásinni. Tveir menn veittust að honum um klukkan 02:30 en þeir voru skipverjar á togaranum Baldvini NC 100 sem var við bryggju í Grundarfirði í nótt. Skipið er í eigu dótturfélags Samherja, Deutsche Fischfang Union. Mennirnir þrír höfðu setið að sumbli á skemmtistað í bænum til klukkan 01:00 en samkvæmt starfsmanni staðarins var létt yfir mönnunum og áttu þeir í engum deilum meðan á dvöl þeirra stóð. Það var svo á þriðja tímanum í morgun sem skipverjarnir veittust að manninum við hafnarsvæðið í bænum með þeim afleiðingum að hann hlaut alvarlega höfuðáverka. Hlúð var að manninum á heilsugæslustöðinni í Grundarfirði en ástand mannsins var talið svo alvarlegt að kallað var eftir þyrlu Landhelgisgæslunnar sem flutti hann á slysadeild Landspítalans. Þyrlan lenti þar rétt fyrir klukkan fimm í morgun og liggur maðurinn nú á gjörgæsludeild, meðvitundarlaus og þungt haldinn, að sögn vakthafandi læknis þar. Lögreglan hefur í morgun kortlagt vettvang árásarinnar og yfirfarið myndbandsupptökur úr öryggismyndavélum á hafnarsvæðinu. Árásarmennirnir tveir eru enn í haldi lögreglunnar en Baldvin hélt úr höfn um klukkan átta í morgun. Annar mannanna er íslenskur. Yfirheyrslur yfir mönnunum fara að hefjast en þeir hafa fram til þessa verið að sofa úr sér áfengisvímuna. Uppfært kl. 13:20Samkvæmt vakthafandi lækni er maðurinn í lífshættu og er honum enn haldið sofandi í öndunarvél.Uppfært 14:15 Árásarmennirnir hafa nú sofið úr sér og er verið að flytja þá á Akranes í skýrslutökur. Lögreglan telur að mennirnir á Baldvini NC 100 hafi verið við löndun þegar skipverjarnir réðust á manninn og mun hún því vera í sambandi við áhöfn togarans símleiðis því Baldvinn er nú kominn út á rúmsjó sem fyrr segir.Uppfært 16:20 Maðurinn gekkst undir aðgerð síðdegis. Honum er áfram haldið sofandi í öndunarvél. Lögreglan reynir nú að púsla saman atburðarásinni frá því að skemmtistaðurinn lokaði klukkan eitt og þangað til að árásin átti sér stað á þriðja tímanum í nótt. Hún leitar frekari vitna að árásinni og bendir þeim á að hægt er að ná sambandi við hana í síma 430-4141.
Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Erlent Fleiri fréttir Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Sjá meira