Fótbolti

Tíu FH-ingar nældu í jafntefli í Grodna

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Kristján Gauti Emilsson í leik FH og Glenavon á dögunum.
Kristján Gauti Emilsson í leik FH og Glenavon á dögunum. Vísir/Valli
Þrátt fyrir að hafa leikið manni færri bróðurpart seinni hálfleiks náðu FH-ingar í mikilvægt jafntefli gegn Neman Grodno í undankeppni Evrópudeildarinnar í Hvíta Rússlandi í dag.

Kristján Gauti Emilsson kom FH yfir í seinni hálfleik með glæsilegu marki beint úr aukaspyrnu en stuttu síðar fengu FH-ingar blauta vatnstusku í andlitið.

Jonathan Hendrickx sem lék fyrsta leik sinn fyrir FH í dag fékk dæmda á sig vítaspyrnu og rautt spjald þegar hann braut á leikmanni Grodna innan vítateigs FH. Pavel Savitski steig á vítapunktinn fyrir Grodno og nýtti hann vítið þrátt fyrir að Róbert Örn Óskarsson í marki FH hafi verið nálægt því að verja vítið.

FH-ingar náðu hinsvegar að halda út síðasta hálftíma leiksins og taka þeir mikilvægt útivallarmark heim fyrir seinni leikinn sem fer fram í Kaplakrika í næstu viku.


Tengdar fréttir

Þurfum að spila þéttan varnarleik

FH og Stjarnan halda áfram keppni í forkeppni Evrópudeildar UEFA í kvöld en liðin leika fyrri leiki sína í 2. umferð ytra í kvöld. Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, á von á erfiðum leik en FH hefur mætt hvít-rússneskum mótherjum tvisvar á undanförnum áratug.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×