Innlent

Eftirlitsmenn halda aftur á vettvang

Stefán Ó. Jónsson skrifar
VISIR/AFP
Stjórnvöld í Kænugarði fullyrða að aðskilnaðarsinnar eyðileggi sönnunargögn á svæðinu þar sem malasíska farþegaþotan hrapaði til jarðar á fimmtudag.

Þeir eru meðal annars sakaðir um að hafa rænt lík­um 38 farþega úr braki vélarinnar og að færa hluta vélarinnar yfir landamærin til Rússlands.

Úkraínsk stjórnvöld segja aðskilnaðarsinnana „hryðju­verka­menn með stuðning Rússa“ og halda þau því fram að  haldið fram að hryðju­verka­menn­irn­ir hafi farið með lík 38 farþega í lík­húsið í Dó­netsk þar sem rúss­nesk­ir sér­fræðing­ar ætluðu að hefja krufn­ingu. Í til­kynn­ing­u seg­ir enn frem­ur að með þessu séu Rúss­ar að reyna að eyða sönn­un­ar­gögn­um um stuðning sinn við alþjóðlega glæpi.

Þá hefur ríkisstjórn Malasíu lýst yfir áhyggjum af því að öryggi fólks í kringum slysstaðinn sé ekki nægilega tryggt. Á fréttamannafundi sem hún hélt fyrr í morgun kom fram að ófriðurinn í austurhluta Úkraínu hamlaði rannsókn slyssins, en tugir malasískra sérfræðinga komu þangað í gær.

Á fundi Öryggisráðsins í dag lagði Samantha Power,sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ, áherslu á að ekki mætti hrófla við sönnunargögnum eða verksummerkjum á svæðinu þar sem flugvélin fórst í gær. Samþykkt var á fundi milli fulltrúa aðskilnaðarsinna og úkraínska yfirvalda í gærkvöld að alþjóðlegum eftirlitsmönnum yrði veittur fullur aðgangur að svæðinu þar sem vélin fórst.

Á vef Guardian kemur fram að alþjóðlegt teymi eftirlitsmanna á vegum Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu var í dag sent til að rannsaka svæðið þar sem flugvélin fórst í gær en var haldið frá staðnum af hópi þungvopnaðra aðskilnaðarsinna, og þurfti frá að hverfa þegar aðskilnaðarsinnar skutu viðvörunarskotum að þeim. 

Eftirlitsmenn halda nú aftur á vettvang en ekkert bendir til þess að aðskilnaðarsinnar muni meina þeim aftur aðgang að flaki vélarinnar.


Tengdar fréttir

Spjótin beinast nú að Rússlandi

Bandaríkjaforseti segir ábyrgð Rússa mikla á að ekki hafi tekist að koma á friði í Úkraínu. Kallar eftir ákveðnum skrefum í friðarátt og boðar samráð þjóðarleiðtoga um næstu skref. Úkraínumenn segja aðskilnaðarsinna studda af Rússum ábyrga fyrir árásinni.

Farþegi tók mynd af vélinni fyrir flugtak

Hollenskur farþegi sem var um borð í Boeing-777 vél Malaysia Airlines, tók mynd af vélinni áður en hann fór um borð og skrifaði: "Ef hún týnist, lítur hún svona út.“

Leggja niður vopn í tvo til fjóra daga

Einn leiðtoga aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu hefur heitið því að þeir muni leggja niður vopn í tvo til fjóra daga vegna árásarinnar á MH17 í gær.

Biden segir vélina hafa verið skotna niður

oe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, segir að flugvél Malaysia Airlines sem fórst yfir austurhluta Úkraínu hafa verið skotna niður. Bandarískir embættismenn sögðust fyrr í kvöld hafa undir höndum gögn sem staðfesta að vélin hafi verið skotin niður með flugskeyti.

Þjóðarsorg í Hollandi

Hollendingar eru í áfalli vegna dauða 173 Hollendinga sem fórust þegar MH17 var skotin niður í austurhluta Úkraínu í gær.

Harmleikurinn í Úkraínu

Flugvélin var af gerðinni Boeing 777 á leið frá Amsterdam til Kuala Lumpur þegar hún hvarf af ratsjám. 298 týndu lífi.

Farþegaþota með 295 farþegum innanborðs hrapar í Úkraínu

Boeing-vél malasíska flugfélagsins Malaysian Airlines á leið frá Amsterdam til Kuala Lumpur var skotin niður á landamærum Úkraínu og Rússlands, samkvæmt heimildum Interfax. 295 farþegar voru um borð og eru allir taldir af.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×