Erlent

Víðtækar heimildir Bandaríkjamanna til njósna

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Enn berast stórfréttir af njósnum Bandaríkjamanna sem byggja á upplýsingum frá Edward Snowden.
Enn berast stórfréttir af njósnum Bandaríkjamanna sem byggja á upplýsingum frá Edward Snowden.
Bandarískur dómstóll gaf Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna heimild til þess að njósna um nær öll ríki jarðar, að fjórum undanskildum.

þetta sýna gögn sem uppljóstrarinn Edward Snowden hefur komið á framfæri. Það er bandaríska blaðið Washington Post sem greinir frá málinu en samkvæmt dómskjalinu fær stofnunin víðtækar heimildir til njósna innan þessara landa, ekki bara til að hlera samskipti þeirra sem hún hefur grunaða um græsku, heldur einnig samskipti þeirra sem kunna að tengjast grunuðum einstaklingum á einhvern hátt.

Hundrað níutíu og þrjú lönd eru á listanum og er Ísland þar á meðal. Löndin fjögur sem undanskilin eru eru Bretland, Kanada, Nýja-Sjáland og Ástralía, en þessi ríki hafa um árabil haft með sér sérstakt samstarf um upplýsingaöflun. Að auki fær NSA samkvæmt skjalinu leyfi til njósna innan alþjóðastofnana á borð við Alþjóðabankann og Alþjóðagjaldeyrisjóðinn og einnig innan stofnana Evrópusambandsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×