Enski boltinn

United að undirbúa risatilboð í Arturo Vidal?

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Arturo Vidal er eftirsóttur.
Arturo Vidal er eftirsóttur. vísir/getty
Arturo Vidal, miðjumaður Juventus og landsliðs Síle í knattspyrnu, er einn eftirsóttasti leikmaður Evrópu um þessar mundir.

Hann hefur verið frábær með Juventus undanfarin ár og sýndi gæði sín á stóra sviðinu á HM í Brasilíu þar sem Síle féll úr leik eftir vítaspyrnukeppni gegn heimamönnum.

Vidal er meðal annars orðaður við ensku liðin Manchester United, Arsenal og Chelsea, en greint er frá því í enskum blöðum í morgun að leikmaðurinn hafi sjálfur sagst frekar vilja spila fyrir United en Lundúnaliðin tvö.

Fréttavefur Guardian tekur saman helsta slúðrið í knattspyrnuheiminum á hverjum morgni, en þar Manchester United í dag sagt vera að undirbúa 48 milljóna punda tilboð í miðjumanninn.

Vidal á að hafa sagt Ed Woodward, stjórnarformanni Manchester United, að hann geti vel hugsað sér að spila eitt tímabil utan Meistaradeildarinnar en þar verður enska liðið ekki eftir skelfilega síðustu leiktíð. United er enn fremur sagt tilbúið að bjóða miðjumanninum 250.000 pund á viku í laun.

Manchester United er búið að kaupa tvo leikmenn í sumar; bakvörðinn Luke Shaw frá Southampton og miðjumanninn AnderHerrera frá Athletic Bilbao á Spáni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×