Innlent

Dæmdur ósakhæfur

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Úr Héraðsdómi Reykjavíkur.
Úr Héraðsdómi Reykjavíkur. VISIR/ERNIR
Dómur var kveðinn upp í máli karlmanns á tuttugasta og öðru aldursári fyrir tilraun til manndráps í Héraðsdómi Reykjavíkur á tólfta tímanum í dag.

Maðurinn hafði játað sök við aðalmeðferð málsins sem fór fram í apríl.

Mánaðarhlé var gert á aðalmeðferðinni á grundvelli gagnaöflunar en metið var hvort maðurinn sé ósakhæfur vegna undirliggjandi geðrofseinkenna. Niðurstaða matsins var sú að svo væri.

Maðurinn var ákærður fyrir að hafa stungið annan mann, jafnaldra sinn, í brjóstkassann og fyrir að hafa skorið hann á háls þar sem hann lá sofandi á sófa að næturlagi. Hlaut sá sem stunginn var átta sentímetra langan skurð á hálsi og 1,5 sentímetra djúpt stungusár á brjóstkassa.

Árásin átt sér stað í heimahúsi í nóvember í fyrra.

Maðurinn var sýknaður af kröfum ákæruvaldsins og dæmdur til að sæta öryggisgæslu á viðeigandi stofnun. Einnig var honum gert að greiða tvær milljónir króna í skaðabætur til fórnarlambsins.

Sakarkostnaður var greiddur úr ríkissjóði.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×