Innlent

Stakk mann og skar hann á háls

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Ríkissaksóknari hefur höfðað mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur á hendur 22 ára gömlum karlmanni fyrir tilraun til manndráps.
Ríkissaksóknari hefur höfðað mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur á hendur 22 ára gömlum karlmanni fyrir tilraun til manndráps. VÍSIR/ERNIR
Ríkissaksóknari hefur ákært 22 ára gamlan mann fyrir tilraun til manndráps. Maðurinn réðst að öðrum manni með hnífum á heimili sínu í nóvember á síðasta ári.

Hann stakk manninn í brjóstkassann og skar hann á háls þar sem hann lá sofandi á sófa að næturlagi. Hlaut sá sem stunginn var átta sentímetra langan skurð á hálsi og 1,5 sentímetra djúpt stungusár á brjóstkassa.

Ríkissaksóknari fer fram á að manninum verði refsað og til vara að honum verði gert að sæta öryggisgæslu á viðeigandi stofnun. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×