Fótbolti

Tyson sendi bandaríska liðinu baráttukveðjur | Myndband

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Tyson virðist halda með Peterborough United ef marka má þessa mynd.
Tyson virðist halda með Peterborough United ef marka má þessa mynd. Vísir/Getty
Mike Tyson, fyrrum hnefaleikamaður sendi bandaríska liðinu baráttukveðjur fyrir leik liðsins gegn Belgíu í 16-liða úrslitum Heimsmeistarakeppninnar í kvöld.

Áhugi Bandaríkjamanna á fótbolta hefur aukist gríðarlega eftir gott gengi landsliðsins á Heimsmeistaramótinu í Brasilíu sem fer fram þessa stundina. Bandarískir íþróttamenn eru duglegir að taka þátt í umræðunni og hvetja liðið á Twitter en ESPN fékk Mike Tyson til þess að taka upp baráttukveðjur til liðsins í gær.

Nú er bara að sjá hvort kveðjurnar skili sér í tæka tíð en bandaríska liðið mætir Belgíu klukkan 20.00 í kvöld í Salvador.

Baráttukveðju Tyson má sjá hér fyrir neðan.




Tengdar fréttir

HM-draumur Arons og félaga á enda - Belgar unnu í framlengingu

Kevin De Bruyne og varamaðurinn Romelu Lukaku tryggðu Belgum 2-1 sigur á Bandaríkjamönnum í lokaleik sextán liða úrslita HM í fótbolta í Brasilíu í kvöld. Þetta var fimmti leikur sextán liða úrslitanna sem fór í framlengingu og annað kvöldið í röð þar sem þrjú mörk voru skoruð í framlengingu.

Sniðgangið belgískar vöfflur

Bandaríska skyndibitakeðjan Waffle House skorar á alla landsmenn að sniðganga belgískar vöfflur í dag í tilefni leiks Bandaríkjanna og Belgíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×