Fótbolti

Kompany átti aðeins tvö orð yfir frammistöðu Tims Howards

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Tim Howard var magnaður í gærkvöldi en það dugði ekki til.
Tim Howard var magnaður í gærkvöldi en það dugði ekki til. vísir/getty
Tim Howard , markvörður bandaríska landsliðsins í fótbolta, átti mögulega leik lífs síns í gærkvöldi þegar Bandaríkin mættu Belgíu í 16 liða úrslitum heimsmeistaramótsins í fótbolta.

Hann setti nýtt HM-met með því að verja sextán skot frá leikmönnum Belga í leiknum, en það dugði því miður ekki til fyrir AronJóhannsson og félaga sem töpuðu í framlengingu, 2-1.

„Tim Howard spilaði stórkostlega. Hann var magnaður og hélt okkur inn í leiknum. Hann á skilið mesta hrós í boði. Það var honum að þakka að við áttum möguleika að vinna leikinn í 120 mínútur," sagði Jürgen Klinsmann, þjálfari bandaríska landsliðsins eftir leikinn.

Vincent Kompany, fyrirliði Belgíu og Manchester City, þekkir það vel að spila á móti Howard sem er leikmaður Everton í ensku úrvalsdeildinni.

Hann hrósaði einnig markverðinum á Twitter eftir leikinn í gærkvöldi þar sem hann sagði: „Tvö orð... TIM HOWARD,“ og bætti svo við kassmerkinu „virðing“.

Belgar mæta Argentínu í átta liða úrslitum mótsins en þetta er í fyrsta skipti síðan 1986 sem liðið er á meðal átta bestu á heimsmeistaramóti.


Tengdar fréttir

HM-draumur Arons og félaga á enda - Belgar unnu í framlengingu

Kevin De Bruyne og varamaðurinn Romelu Lukaku tryggðu Belgum 2-1 sigur á Bandaríkjamönnum í lokaleik sextán liða úrslita HM í fótbolta í Brasilíu í kvöld. Þetta var fimmti leikur sextán liða úrslitanna sem fór í framlengingu og annað kvöldið í röð þar sem þrjú mörk voru skoruð í framlengingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×