Erlent

Átta létust í sjálfsmorðsárás í Kabúl

Randver Kári Randversson skrifar
Frá vettvangi árásarinnar.
Frá vettvangi árásarinnar. Vísir/AFP
Átta létust og þrettán særðust í sjálfsmorðsárás í Kabúl í gær. Fimm þeirra látnu voru starfsmenn afganska flughersins. Reuters greinir frá þessu.

Sprengingin varð í strætisvagni sem flutti starfslið afganska hersins í miðborg Kabúl

Spenna ríkir nú í Afganistan vegna annarrar lotu forsetakosninga í Afganistan, og hefur öryggisgæsla verið hert í miðborg í Kabúl en birta átti niðurstöður annarrar lotu forsetakosninganna í gær. Annað kjörtímabil Hamids Karzai er nú að ljúka og er þetta í fyrsta sinn sem valdaskipti fara fram með lýðræðislegum hætti í landinu.

NATO mun draga megnið af herliði sínu frá landinu fyrir árslok og hafa afganskar öryggissveitir tekið við yfirstjórn öryggismála í landnu. Hart er barist í Helmand-héraði í suðurhluta landsins. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×