Erlent

Facebook rannsakað í Bretlandi

Randver Kári Randversson skrifar
Vísir/AP
Rannsókn er hafin í Bretlandi á því hvort Facebook hafi brotið lög um verndun gagna með því að framkvæma sálfræðirannsókn á notendum, án þeirra samþykkis. BBC greinir frá þessu.

Sálfræðirannsóknin var framkvæmd í samvinnu tvo bandaríska háskóla í San Francisco í Kaliforníu og náði til um 689000 notenda og stóð yfir í eina viku árið 2012. Rannsóknin stjórnaði uppfærslum í fréttaveitu (e. News Feed) til að athuga hvort fólk yrði fyrir tilfinningalegum áhrifum.

Í ljós kom að þeir sem fengu færri neikvæðar uppfærslur frá fréttaveitunni voru ólíklegri til að skrifa neikvæðar færslur, og þeir sem fengu færri jákvæðar uppfærslur voru ólíklegri til að skrifa sjálfir jákvæðar færslur.

Facebook hefur haldið því fram að viðeigandi ráðstafanir hafi verið gerðar til að vernda persónuupplýsingar fólks.Engin ónauðsynleg upplýsingasöfnun um hegðun fólks hafi farið fram og að upplýsingarnar væru ekki tengdar við Facebook-reikning viðkomandi einstaklinga.

 

Fyrirtækið segist þó hafa skilning á reiði fólks og að verið sé að bæta verkferla innan fyrirtækisins vegna þessa.


Tengdar fréttir

Facebook gerði tilraunir á sjö hundruð þúsund notendum

Sérstakt rannsóknarlið á vegum Facebook gerði tilraunir á notendum samfélagsmiðilsins árið 2012 þegar það rannsakaði hvort upplýsingarnar í fréttaveitu notenda hefðu áhrif á stöðuuppfærslur þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×