Hátt í 150 bréfdúfur týndust í keppnisflugi Randver Kári Randversson skrifar 2. júlí 2014 16:57 Júlía Hlín Ásmundsdóttir með bréfdúfuna. Mynd/úr einkasafni. Bóndinn á bænum Lambeyrum í Laxárdal í Dalasýslu fann í gær örmagna dúfu í fjárhúsunum hjá sér. Dúfan var merkt og þegar hafðist upp á eigandanum kom í ljós að þarna var á ferð þjálfuð bréfdúfa sem hafði verið sleppt á Húsavík og var á leið til Hafnarfjarðar. Bréfdúfnafélag Íslands sleppti um 300 dúfum frá Húsavík um síðustu helgi, en hátt í helmingur þeirra hefur enn ekki fundist. Dúfunni sem fannst í Dölum var komið í fóstur til barnabarna bóndans, sem eru dætur Ásmundar Einars Daðasonar, þingmanns Framsóknarflokksins. „Stelpurnar passa hana bara mjög vel og gefa henni að borða. Hún er bara í góðu yfirlæti og er að hressast. Hún bara húkti alveg fyrst, enda hefur þetta verið svolítið ferðalag. Þetta er alveg magnað með þessar dúfur, okkur fannst þetta svolítið merkilegt að henni hefði verið sleppt á Húsavík og hefði fundist þarna. Og að hún hafi verið merkt, sko þannig að hún geti komist aftur heim í dúfnakofann sinn,“ segir Ásmundur Einar í samtali við Vísi. „Henni var víst sleppt á Húsavík, en hefur eitthvað villst af leið því hún var komin þarna á Vesturlandið. Við ætlum að koma henni suður næst þegar það er ferð,“ segir Ásmundur. Eigandi dúfunnar er Eggert H. Snorrason félagi í Bréfdúfnafélagi Íslands en dúfan var ein 300 þátttakanda í kappflugs keppni félagsins, sem fram fór um síðustu helgi og snerist um að fljúga frá Húsavík til Hafnarfjarðar. Hann segir félagsmenn vera um 25-30, sem rækti bréfdúfur og láti þær keppa í kappflugi. Í þetta skiptið villtist stór hluti keppenda, og einungis helmingur þeirra hafi skilað sér á leiðarenda. „Það var ákveðinn kjarni sem fór ekkert frá Húsavík. Þær náðu bara ekki áttinni. Og þær dúfur hafa svo lagt af stað allt of seint og bara ekki komist lengra. Einhverjar dúfur hafa fundist á Húsavík, hálf máttvana, ein í Dalasýslu, ein á Akranesi og ein á Skagaströnd. Þannig að þær eru bara hingað og þangað um landið og hafa bara greinilega ekki náð áttinni,“ segir Eggert. „Það kemur svona keppni fyrir öðru hvoru en við erum vanir að fá 100% heimtur heim. Þetta var afleitt, alveg afleitt. Það vantar hátt í 150 í dag, en við erum vanir að fá þetta allt heim“, segir Eggert að lokum. Eggert vill hvetja fólk sem finnur dúfur til að hafa samband við Bréfdúfnafélag Íslands. Dúfur félagsins séu allar merktar með lífhringjum þar sem fram kemur ártal og númer dúfunnar. Nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu félagsins, dufur.is. Áætlað er að bréfdúfan komist heim til Hafnarfjarðar á morgun. Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Fleiri fréttir Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Sjá meira
Bóndinn á bænum Lambeyrum í Laxárdal í Dalasýslu fann í gær örmagna dúfu í fjárhúsunum hjá sér. Dúfan var merkt og þegar hafðist upp á eigandanum kom í ljós að þarna var á ferð þjálfuð bréfdúfa sem hafði verið sleppt á Húsavík og var á leið til Hafnarfjarðar. Bréfdúfnafélag Íslands sleppti um 300 dúfum frá Húsavík um síðustu helgi, en hátt í helmingur þeirra hefur enn ekki fundist. Dúfunni sem fannst í Dölum var komið í fóstur til barnabarna bóndans, sem eru dætur Ásmundar Einars Daðasonar, þingmanns Framsóknarflokksins. „Stelpurnar passa hana bara mjög vel og gefa henni að borða. Hún er bara í góðu yfirlæti og er að hressast. Hún bara húkti alveg fyrst, enda hefur þetta verið svolítið ferðalag. Þetta er alveg magnað með þessar dúfur, okkur fannst þetta svolítið merkilegt að henni hefði verið sleppt á Húsavík og hefði fundist þarna. Og að hún hafi verið merkt, sko þannig að hún geti komist aftur heim í dúfnakofann sinn,“ segir Ásmundur Einar í samtali við Vísi. „Henni var víst sleppt á Húsavík, en hefur eitthvað villst af leið því hún var komin þarna á Vesturlandið. Við ætlum að koma henni suður næst þegar það er ferð,“ segir Ásmundur. Eigandi dúfunnar er Eggert H. Snorrason félagi í Bréfdúfnafélagi Íslands en dúfan var ein 300 þátttakanda í kappflugs keppni félagsins, sem fram fór um síðustu helgi og snerist um að fljúga frá Húsavík til Hafnarfjarðar. Hann segir félagsmenn vera um 25-30, sem rækti bréfdúfur og láti þær keppa í kappflugi. Í þetta skiptið villtist stór hluti keppenda, og einungis helmingur þeirra hafi skilað sér á leiðarenda. „Það var ákveðinn kjarni sem fór ekkert frá Húsavík. Þær náðu bara ekki áttinni. Og þær dúfur hafa svo lagt af stað allt of seint og bara ekki komist lengra. Einhverjar dúfur hafa fundist á Húsavík, hálf máttvana, ein í Dalasýslu, ein á Akranesi og ein á Skagaströnd. Þannig að þær eru bara hingað og þangað um landið og hafa bara greinilega ekki náð áttinni,“ segir Eggert. „Það kemur svona keppni fyrir öðru hvoru en við erum vanir að fá 100% heimtur heim. Þetta var afleitt, alveg afleitt. Það vantar hátt í 150 í dag, en við erum vanir að fá þetta allt heim“, segir Eggert að lokum. Eggert vill hvetja fólk sem finnur dúfur til að hafa samband við Bréfdúfnafélag Íslands. Dúfur félagsins séu allar merktar með lífhringjum þar sem fram kemur ártal og númer dúfunnar. Nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu félagsins, dufur.is. Áætlað er að bréfdúfan komist heim til Hafnarfjarðar á morgun.
Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Fleiri fréttir Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Sjá meira