Innlent

Haukur verður dreginn á flot í kvöld

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Stefán
Vinna stendur nú yfir að því að draga hvalaskoðunarbátinn Hauk af strandstað við Lundey á Skjálfanda. Báturinn hefur áður strandað við Lundey, en það gerðist þann 2. ágúst 2012. Þá voru 32 farþegar um borð auk þriggja áhafnarmeðlima.

Guðmundur Salómonsson hjá Björgunarsveitinni Garðari á Húsavík segir að báturinn verði líklega dreginn á flot þegar flætt hefur undir hann á milli ellefu og tólf í kvöld.

Farþegar bátsins fóru í læknisskoðun í björgunarsveitarhúsinu þegar þau voru komin í land og síðan í fjöldahjálparstöð Rauða krossins. Þar gaf kvennadeild Garðars þeim súpu. Engum varð meint af.

30 til 40 manns eru á skipum á vettvangi og vinna að því að losa Hauk. Þá mun kafari kanna hvort báturinn hafi skemmst við strandið. Búið er að koma böndum í hann til að halda við bátinn þar til hann verður dreginn af strandstað.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×