Erlent

Skelfing blasir við í Suður-Súdan

Jakob Bjarnar skrifar
Flóttafólk í Suður-Súdan en eftir að átök brutust út í desember á síðasta hári hafa meira en milljón manns þurft að flýja heimili sín.
Flóttafólk í Suður-Súdan en eftir að átök brutust út í desember á síðasta hári hafa meira en milljón manns þurft að flýja heimili sín. ap
Um fjórar milljónir manna í Suður-Súdan eru sagðar í verulegri hættu vegna matarskorts á svæðinu.

Breskar hjálparstofnanir vara við ástandinu, en óttast er að mikill kostnaður við hjálparstarf geti komið í veg fyrir að hjálp berist. Forseti Suður-Súdan hefur þegar sent út hjálparbeiðni og varað við því sem hann segir að geti orðið einhverjar mestu hörmungar sem mannkyn hefur kynnst. Meira en milljón manns hafa flúið heimili sín eftir að átök brutust út milli þeirra sem styðja Salva Kiir forseta og svo stjórnarandstæðinga, sem forveri Kiir, Riek Machar leiðir og hafa staðið allt frá í desember. Þúsundir manna hafa þegar látið lífið í þeim átökum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×