Erlent

Tvær karlmörgæsir í Noregi verðandi foreldrar

Atli Ísleifsson skrifar
Mörgæsafjölskyldan á myndinni dvelur ekki í Noregi heldur í náttúrulegum heimkynnum mörgæsa á Suðurskautslandinu.
Mörgæsafjölskyldan á myndinni dvelur ekki í Noregi heldur í náttúrulegum heimkynnum mörgæsa á Suðurskautslandinu. Vísir/Getty
Tvær karlmörgæsir í Sædýrasafninu í Björgvin í Noregi eru nú verðandi foreldrar eftir að þeim var falin umsjón með eggi og að koma unganum á legg. Mörgæsunum var úthlutað verkefninu af starfsmönnum safnsins eftir að annað mörgæsapar eignaðist þriðja eggið, umfram þau tvö sem mörgæsir verpa vanalega.

Undir venjulegum kringumstæðum hefði unginn ekki átt nokkra leið til að lifa af og ákváðu því starfsmenn safnsins að koma egginu fyrir í umsjá parsins.

Starfsmenn safnsins höfðu áður tekið eftir að mörgæsirnar Herman Piele og Pondus höfðu verið að para sig saman og vildu því gefa þeim færi á að verða foreldrar. "Þeir eru eins og turtildúfur með eigið bú þar sem þeir hafa það gott saman," segir Jeanette Wie, talsmaður sædýrasafnsins, í samtali við VG. Hún segir mörgæsirnar taka foreldrahlutverkið alvarlega og skiptast á að halda egginu heitu milli fótanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×