ESA vísar fimm málum gegn Íslandi til EFTA-dómstólsins Randver Kári Randversson skrifar 3. júlí 2014 11:51 Helga Jónsdóttir, stjórnarmaður í ESA. Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) ákvað í dag að vísa sex málum til EFTA-dómstólsins, fimm gegn Íslandi og einu gegn Noregi,þar sem ríkin tvö hafa vanefnt að innleiða EES-gerðir í landsrétt. Þetta kemur fram í frétt á vef ESA. „Á Íslandi sérstaklega, og raunar líka í Noregi, fjölgar málum vegna tafa eða vanrækslu á að innleiða sameiginlegar reglur Evrópska efnahagssvæðisins. EES-samningurinn mælir fyrir um réttindi en einnig skyldur. Réttindin felast í aðgangi að innri markaði Evrópusambandsins og skyldurnar í því að tryggja jafnræði og sambærilegar reglur á þeim markaði. EES-samningurinn byggist á því að EFTA-ríkin innileiði þessar sameiginlegu reglur á réttum tíma. Vinda verður ofan af öfugþróun, sem kemur fram í því að landsréttur í einstökum EFTA ríkjum er í vaxandi mæli ekki í samræmi við reglurnar á innri markaðnum.” segir Helga Jónsdóttir, stjórnarmaður í ESA. Málaferlin varða EES reglur, sem innleiddar hafa verið í EES samninginn, en hafa ekki tekið gildi að landsrétti innansettra tímamarka. „Þegar innleiðing hefur dregist úr hófi eins og raunin er í þessum málum, á ESA ekki annarra kosta völ en að visa málum til EFTA-dómstólsins” segir Helga. Vísun máls til EFTA-dómstólsins er lokaskrefið í formlegu samningsbrotamáli ESA á hendur EFTA-ríki. Ákvörðunina sem tekin var í dag ber að skoða í ljósi þeirrar þeirrar neikvæðu niðurstöðu sem kom fram í febrúar á þessu ári þegar ESA gaf út skýrslu sína um frammistöðu EFTA-ríkjanna við innleiðingu EES-gerða í landsrétt sinn. Þar voru Ísland og Noregur með langmesta innleiðingarhalla ríkjanna 31 sem standa saman að innri markaðnum.Eftirfarandi málum verður nú vísað til EFTA-dómstólsins:Tilskipun 2004/113/EB, um beitingu meginreglunnar um jafna meðferð kvenna og karla að því er varðar aðgang að og afhendingu á vörum og þjónustu. Íslandi bar að innleiða tilskipunina fyrir 1. nóvember 2012.Tilskipun 2011/7/ESB um átak gegn greiðsludrætti í verslunarviðskiptum.Íslandi bar að innleiða tilskipunina fyrir 1. maí 2013.Tilskipun 2009/48/EB um öryggi leikfanga.Íslandi bar að innleiða tilskipunina fyrir 1. apríl 2013.Tilskipun 2009/125/EB um ramma til að setja fram kröfur varðandi visthönnun að því er varðar orkutengdar vörur.Íslandi bar að innleiða tilskipunina fyrir 1. nóvember 2012.Reglugerð 1007/ 2011 um heiti textíltrefja og viðkomandi merkimiða og merkingar varðandi trefjasamsetningu textílvara.Íslandi bar að innleiða reglugerðina fyrir 1. maí 2013. Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað Sjá meira
Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) ákvað í dag að vísa sex málum til EFTA-dómstólsins, fimm gegn Íslandi og einu gegn Noregi,þar sem ríkin tvö hafa vanefnt að innleiða EES-gerðir í landsrétt. Þetta kemur fram í frétt á vef ESA. „Á Íslandi sérstaklega, og raunar líka í Noregi, fjölgar málum vegna tafa eða vanrækslu á að innleiða sameiginlegar reglur Evrópska efnahagssvæðisins. EES-samningurinn mælir fyrir um réttindi en einnig skyldur. Réttindin felast í aðgangi að innri markaði Evrópusambandsins og skyldurnar í því að tryggja jafnræði og sambærilegar reglur á þeim markaði. EES-samningurinn byggist á því að EFTA-ríkin innileiði þessar sameiginlegu reglur á réttum tíma. Vinda verður ofan af öfugþróun, sem kemur fram í því að landsréttur í einstökum EFTA ríkjum er í vaxandi mæli ekki í samræmi við reglurnar á innri markaðnum.” segir Helga Jónsdóttir, stjórnarmaður í ESA. Málaferlin varða EES reglur, sem innleiddar hafa verið í EES samninginn, en hafa ekki tekið gildi að landsrétti innansettra tímamarka. „Þegar innleiðing hefur dregist úr hófi eins og raunin er í þessum málum, á ESA ekki annarra kosta völ en að visa málum til EFTA-dómstólsins” segir Helga. Vísun máls til EFTA-dómstólsins er lokaskrefið í formlegu samningsbrotamáli ESA á hendur EFTA-ríki. Ákvörðunina sem tekin var í dag ber að skoða í ljósi þeirrar þeirrar neikvæðu niðurstöðu sem kom fram í febrúar á þessu ári þegar ESA gaf út skýrslu sína um frammistöðu EFTA-ríkjanna við innleiðingu EES-gerða í landsrétt sinn. Þar voru Ísland og Noregur með langmesta innleiðingarhalla ríkjanna 31 sem standa saman að innri markaðnum.Eftirfarandi málum verður nú vísað til EFTA-dómstólsins:Tilskipun 2004/113/EB, um beitingu meginreglunnar um jafna meðferð kvenna og karla að því er varðar aðgang að og afhendingu á vörum og þjónustu. Íslandi bar að innleiða tilskipunina fyrir 1. nóvember 2012.Tilskipun 2011/7/ESB um átak gegn greiðsludrætti í verslunarviðskiptum.Íslandi bar að innleiða tilskipunina fyrir 1. maí 2013.Tilskipun 2009/48/EB um öryggi leikfanga.Íslandi bar að innleiða tilskipunina fyrir 1. apríl 2013.Tilskipun 2009/125/EB um ramma til að setja fram kröfur varðandi visthönnun að því er varðar orkutengdar vörur.Íslandi bar að innleiða tilskipunina fyrir 1. nóvember 2012.Reglugerð 1007/ 2011 um heiti textíltrefja og viðkomandi merkimiða og merkingar varðandi trefjasamsetningu textílvara.Íslandi bar að innleiða reglugerðina fyrir 1. maí 2013.
Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað Sjá meira