ESA vísar fimm málum gegn Íslandi til EFTA-dómstólsins Randver Kári Randversson skrifar 3. júlí 2014 11:51 Helga Jónsdóttir, stjórnarmaður í ESA. Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) ákvað í dag að vísa sex málum til EFTA-dómstólsins, fimm gegn Íslandi og einu gegn Noregi,þar sem ríkin tvö hafa vanefnt að innleiða EES-gerðir í landsrétt. Þetta kemur fram í frétt á vef ESA. „Á Íslandi sérstaklega, og raunar líka í Noregi, fjölgar málum vegna tafa eða vanrækslu á að innleiða sameiginlegar reglur Evrópska efnahagssvæðisins. EES-samningurinn mælir fyrir um réttindi en einnig skyldur. Réttindin felast í aðgangi að innri markaði Evrópusambandsins og skyldurnar í því að tryggja jafnræði og sambærilegar reglur á þeim markaði. EES-samningurinn byggist á því að EFTA-ríkin innileiði þessar sameiginlegu reglur á réttum tíma. Vinda verður ofan af öfugþróun, sem kemur fram í því að landsréttur í einstökum EFTA ríkjum er í vaxandi mæli ekki í samræmi við reglurnar á innri markaðnum.” segir Helga Jónsdóttir, stjórnarmaður í ESA. Málaferlin varða EES reglur, sem innleiddar hafa verið í EES samninginn, en hafa ekki tekið gildi að landsrétti innansettra tímamarka. „Þegar innleiðing hefur dregist úr hófi eins og raunin er í þessum málum, á ESA ekki annarra kosta völ en að visa málum til EFTA-dómstólsins” segir Helga. Vísun máls til EFTA-dómstólsins er lokaskrefið í formlegu samningsbrotamáli ESA á hendur EFTA-ríki. Ákvörðunina sem tekin var í dag ber að skoða í ljósi þeirrar þeirrar neikvæðu niðurstöðu sem kom fram í febrúar á þessu ári þegar ESA gaf út skýrslu sína um frammistöðu EFTA-ríkjanna við innleiðingu EES-gerða í landsrétt sinn. Þar voru Ísland og Noregur með langmesta innleiðingarhalla ríkjanna 31 sem standa saman að innri markaðnum.Eftirfarandi málum verður nú vísað til EFTA-dómstólsins:Tilskipun 2004/113/EB, um beitingu meginreglunnar um jafna meðferð kvenna og karla að því er varðar aðgang að og afhendingu á vörum og þjónustu. Íslandi bar að innleiða tilskipunina fyrir 1. nóvember 2012.Tilskipun 2011/7/ESB um átak gegn greiðsludrætti í verslunarviðskiptum.Íslandi bar að innleiða tilskipunina fyrir 1. maí 2013.Tilskipun 2009/48/EB um öryggi leikfanga.Íslandi bar að innleiða tilskipunina fyrir 1. apríl 2013.Tilskipun 2009/125/EB um ramma til að setja fram kröfur varðandi visthönnun að því er varðar orkutengdar vörur.Íslandi bar að innleiða tilskipunina fyrir 1. nóvember 2012.Reglugerð 1007/ 2011 um heiti textíltrefja og viðkomandi merkimiða og merkingar varðandi trefjasamsetningu textílvara.Íslandi bar að innleiða reglugerðina fyrir 1. maí 2013. Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Vörubifreið ekið á vegfarandann Innlent Fleiri fréttir Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Sjá meira
Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) ákvað í dag að vísa sex málum til EFTA-dómstólsins, fimm gegn Íslandi og einu gegn Noregi,þar sem ríkin tvö hafa vanefnt að innleiða EES-gerðir í landsrétt. Þetta kemur fram í frétt á vef ESA. „Á Íslandi sérstaklega, og raunar líka í Noregi, fjölgar málum vegna tafa eða vanrækslu á að innleiða sameiginlegar reglur Evrópska efnahagssvæðisins. EES-samningurinn mælir fyrir um réttindi en einnig skyldur. Réttindin felast í aðgangi að innri markaði Evrópusambandsins og skyldurnar í því að tryggja jafnræði og sambærilegar reglur á þeim markaði. EES-samningurinn byggist á því að EFTA-ríkin innileiði þessar sameiginlegu reglur á réttum tíma. Vinda verður ofan af öfugþróun, sem kemur fram í því að landsréttur í einstökum EFTA ríkjum er í vaxandi mæli ekki í samræmi við reglurnar á innri markaðnum.” segir Helga Jónsdóttir, stjórnarmaður í ESA. Málaferlin varða EES reglur, sem innleiddar hafa verið í EES samninginn, en hafa ekki tekið gildi að landsrétti innansettra tímamarka. „Þegar innleiðing hefur dregist úr hófi eins og raunin er í þessum málum, á ESA ekki annarra kosta völ en að visa málum til EFTA-dómstólsins” segir Helga. Vísun máls til EFTA-dómstólsins er lokaskrefið í formlegu samningsbrotamáli ESA á hendur EFTA-ríki. Ákvörðunina sem tekin var í dag ber að skoða í ljósi þeirrar þeirrar neikvæðu niðurstöðu sem kom fram í febrúar á þessu ári þegar ESA gaf út skýrslu sína um frammistöðu EFTA-ríkjanna við innleiðingu EES-gerða í landsrétt sinn. Þar voru Ísland og Noregur með langmesta innleiðingarhalla ríkjanna 31 sem standa saman að innri markaðnum.Eftirfarandi málum verður nú vísað til EFTA-dómstólsins:Tilskipun 2004/113/EB, um beitingu meginreglunnar um jafna meðferð kvenna og karla að því er varðar aðgang að og afhendingu á vörum og þjónustu. Íslandi bar að innleiða tilskipunina fyrir 1. nóvember 2012.Tilskipun 2011/7/ESB um átak gegn greiðsludrætti í verslunarviðskiptum.Íslandi bar að innleiða tilskipunina fyrir 1. maí 2013.Tilskipun 2009/48/EB um öryggi leikfanga.Íslandi bar að innleiða tilskipunina fyrir 1. apríl 2013.Tilskipun 2009/125/EB um ramma til að setja fram kröfur varðandi visthönnun að því er varðar orkutengdar vörur.Íslandi bar að innleiða tilskipunina fyrir 1. nóvember 2012.Reglugerð 1007/ 2011 um heiti textíltrefja og viðkomandi merkimiða og merkingar varðandi trefjasamsetningu textílvara.Íslandi bar að innleiða reglugerðina fyrir 1. maí 2013.
Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Vörubifreið ekið á vegfarandann Innlent Fleiri fréttir Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Sjá meira