Erlent

Þunguð kona féll fyrir lest

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Hér sést konan í hnipri undir lestinni
Hér sést konan í hnipri undir lestinni
Hurð skall nærri hælum þegar lest ók yfir þungaða konu í Peking nú á þriðjudag.

Konan féll á lestarteinana skömmu áður en lestin kom að brautarpallinum og, þrátt fyrir að vagnstjórinn hafi náð að þrífa í öryggishemilinn, varð hin ólétta undir fremsta hluta vagnsins.

Betur fór þó en á horfðist því nægt rými var undir miðri lestinni til að konan gæti vikið sér frá hættunni og gat hún því beygt sig án þess að hljóta mikinn skaða af.

Áhyggjufullir áhorfendur drógu konuna af lestarteinunum og fylgdu henni á sjúkrahús þar sem hún fékk bót smávægilegra meina sinna.

Konan, sem er komin fimm mánuði á leið, segir í samtali við þarlenda fréttamiðla að hún hafi verið þreytt og óþreyjufull í bið sinni eftir lestinni og hallaði sér því fram til að skyggnast eftir vagninum.

Hún hafi misst jafnvægið og fallið á teinana með fyrrgreindum afleiðingum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×