Baltasar Kormákur vill veðreiðar á Landsmót hestamanna Kjartan Atli Kjartansson skrifar 3. júlí 2014 16:07 Baltasar vill fá veðreiðar á Landsmót hestamanna. „Ég myndi vilja fá veðreiðar inn aftur. Ég er alveg sannfærður um að það sé hægt að hafa skemmtilegar veðreiðar sem að eru styrktarmálefni, eða eitthvað slíkt, þannig að það sé ekki beint svona „hardcore“ peningalykt af því,“ segir Baltasar Kormákur leikstjóri um Landsmót hestamanna. Baltasar lýsti þessari skoðun sinni í þættinum Upphitun fyrir landsmót, á sjónvarpsstöðinni ÍNN. Í þættinum lýsir hann þessari skoðun sinni nánar: „Það vantar eitthvað svona „kick“ sem að fólk fær út úr slíku.“ Baltasar var einnig spurður um stökk og hvort ætti að taka það aftur upp á dagskrá landsmótsins. „Allir skilja stökk. [...] Og það skilja allir hver kemur fyrstur í mark. Skeið er náttúrulega frábært en það er aðeins meira fyrir þá sem eru lengra komnir.“ Baltasar bendir á að með fleiri sjónvarpsútsendingum frá mótinu verði stökk og veðreiðar enn vinsælli. „Þá er fólk að taka þátt í þessu heima hjá sér. Það er hægt að opna þetta heilmikið með þessu. Ég er algjörlega á því að það megi gera þetta.“ Sigurbjörn Bárðason, hestamaður og fyrrum íþróttamaður ársins, tekur undir þessar tillögur. „Þetta er eitthvað sem á mjög mikið erindi, því það geta allir séð hver kemur fyrstur í mark þegar þeir þurfa ekki að hlusta á miklar talnarunur og það myndi breikka þetta.“Nóg að gera Axel Ómarsson framkvæmdastjóri Landsmóts hestamanna, telur að hugmynd Baltasars sé góð og gæti gert mikið fyrir hinn almenna áhorfanda. Keppt var í kappreiðum á áttunda áratugnum og telur Axel að veiðreiðar gætu hjálpað til við að markaðssetja mótið. „Við finnum það í ár að það er miklu meira af erlendum ferðamönnum en áður, enda hefur mótið verið markaðssett með þá í huga. Ég held að veðreiðar og stökk gætu hjálpað þeim og öðrum sem eru ekki vanir að fylgjast með hestamennsku, að fá áhuga á mótinu.“ Axel segir annars stemninguna vera rífandi góða á Hellu. „Í gær vorum við með um fjögur þúsund gesti, sem er mjög gott. Það hefur þótt frábært að fá fjögur þúsund manns á miðvikudegi, ef dagurinn er sérstaklega sólríkur. Þannig að miðað við aðstæður er þetta algjörlega frábært.“ Hestar Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
„Ég myndi vilja fá veðreiðar inn aftur. Ég er alveg sannfærður um að það sé hægt að hafa skemmtilegar veðreiðar sem að eru styrktarmálefni, eða eitthvað slíkt, þannig að það sé ekki beint svona „hardcore“ peningalykt af því,“ segir Baltasar Kormákur leikstjóri um Landsmót hestamanna. Baltasar lýsti þessari skoðun sinni í þættinum Upphitun fyrir landsmót, á sjónvarpsstöðinni ÍNN. Í þættinum lýsir hann þessari skoðun sinni nánar: „Það vantar eitthvað svona „kick“ sem að fólk fær út úr slíku.“ Baltasar var einnig spurður um stökk og hvort ætti að taka það aftur upp á dagskrá landsmótsins. „Allir skilja stökk. [...] Og það skilja allir hver kemur fyrstur í mark. Skeið er náttúrulega frábært en það er aðeins meira fyrir þá sem eru lengra komnir.“ Baltasar bendir á að með fleiri sjónvarpsútsendingum frá mótinu verði stökk og veðreiðar enn vinsælli. „Þá er fólk að taka þátt í þessu heima hjá sér. Það er hægt að opna þetta heilmikið með þessu. Ég er algjörlega á því að það megi gera þetta.“ Sigurbjörn Bárðason, hestamaður og fyrrum íþróttamaður ársins, tekur undir þessar tillögur. „Þetta er eitthvað sem á mjög mikið erindi, því það geta allir séð hver kemur fyrstur í mark þegar þeir þurfa ekki að hlusta á miklar talnarunur og það myndi breikka þetta.“Nóg að gera Axel Ómarsson framkvæmdastjóri Landsmóts hestamanna, telur að hugmynd Baltasars sé góð og gæti gert mikið fyrir hinn almenna áhorfanda. Keppt var í kappreiðum á áttunda áratugnum og telur Axel að veiðreiðar gætu hjálpað til við að markaðssetja mótið. „Við finnum það í ár að það er miklu meira af erlendum ferðamönnum en áður, enda hefur mótið verið markaðssett með þá í huga. Ég held að veðreiðar og stökk gætu hjálpað þeim og öðrum sem eru ekki vanir að fylgjast með hestamennsku, að fá áhuga á mótinu.“ Axel segir annars stemninguna vera rífandi góða á Hellu. „Í gær vorum við með um fjögur þúsund gesti, sem er mjög gott. Það hefur þótt frábært að fá fjögur þúsund manns á miðvikudegi, ef dagurinn er sérstaklega sólríkur. Þannig að miðað við aðstæður er þetta algjörlega frábært.“
Hestar Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda