Greiða á annað hundrað þúsund í sektir vegna utanvegaaksturs Hrund Þórsdóttir skrifar 3. júlí 2014 20:00 Akstursbönn á hálendinu hafa verið virt að vettugi og skemmdir vegna utanvegaaksturs eru miklar. Land- og skálaverðir segja bæði erlenda ferðamenn og Íslendinga valda slíkum spjöllum. Fréttamaður og tökumaður Stöðvar 2 fóru nýlega og skoðuðu skemmdir vegna utanvegaaksturs á hálendinu og í meðfylgjandi myndskeiði eru meðal annars sýndar skemmdir við Frostastaðaháls, rétt utan við Landmannalaugar og rætt við Ingibjörgu Eiríksdóttur, svæðalandvörð Umhverfisstofnunar á Suðurlandi. „Hér er dæmi um það sem gerist þegar ekið er á snjó sem ekki uppfyllir þau skilyrði sem sett eru í náttúruverndarlögum, þ.e. að frost sé í jörðu og burðurinn í snjónum slíkur að hann haldi jeppunum ofan við landið,“ segir hún. Ingibjörg nefnir sem dæmi að farið sé inn á svæði sem sé lokað í leysingatíð og keyrt út fyrir vegi til að sneiða hjá sköflum. „Þetta er það sem við höfum verið að berjast við og svo auðvitað að menn taka hringi, leggja bíl lengst úti í móa o.s.frv. Það er ýmislegt sem við þurfum að ná betur utan um.“ Eins og sjá má í myndskeiðinu má víða sjá för eftir utanvegaakstur við Sigölduleið. För í sandi eru viðráðanleg með mikilli vinnu og þar hefur verið unnið að viðgerðum, en þegar fólk keyrir um gróin svæði getur það oft tekið landið áratugi eða meira að jafna sig. Sjálfboðaliðar sem staddir eru hér á landi segja utanvegaakstur skiljanlegan að því leyti að landið sé fallegt og því eðlilega spennandi að keyra utan leiða til að kanna landið. Þeir segja hins vegar slæmt að landið sé eyðilagt og þeir sjá eftir tíma sem fer í að lagfæra för eftir utanvegaakstur; þeim tíma væri betur varið í önnur verkefni. Ingibjörg segir reynt að ná til ferðafólks en gera þurfi betur, hugsanlega með rafrænni upplýsingatækni. Hún segir fólk ekki skemma landið viljandi. „En staðreyndin er sú að þessi ferðamennska er að valda landspjöllum og við þurfum að finna leiðir til að komast hjá þeim.“ Utanvegaakstur er lögbrot og ákvörðun um upphæð sekta er í höndum lögreglu. „En ég veit um dæmi alveg frá um 20 þúsund krónum upp í hundrað til tvö hundruð þúsund,“ segir Ingibjörg. Tengdar fréttir Utanvegaakstur fyrst og fremst af hendi útlendinga „Það hefur ekki mátt tala um þetta,“ segir Kristján Kristjánsson hjá Mountain Taxi. 5. júní 2014 11:25 Ferðir seldar í lokað friðland Ferðir eru auglýstar og seldar inn í Friðland að Fjallabaki þrátt fyrir lokanir á hálendinu. Skemmdir vegna utanvegaaksturs eru viðvarandi vandamál. Lögregla hyggur á eftirlit á landi og úr lofti vegna brotanna. 5. júní 2014 07:00 Virða akstursbann að vettugi Akstursbann inn á Friðland að Fjallabaki er að engu haft þrátt fyrir lokanir og upplýsingagjöf. Gróðurskemmdir vegna utanvegaaksturs eru miklar. Fyrirtæki auglýsa og selja ferðir þrátt fyrir lögboðnar lokanir. 5. júní 2014 07:00 Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira
Akstursbönn á hálendinu hafa verið virt að vettugi og skemmdir vegna utanvegaaksturs eru miklar. Land- og skálaverðir segja bæði erlenda ferðamenn og Íslendinga valda slíkum spjöllum. Fréttamaður og tökumaður Stöðvar 2 fóru nýlega og skoðuðu skemmdir vegna utanvegaaksturs á hálendinu og í meðfylgjandi myndskeiði eru meðal annars sýndar skemmdir við Frostastaðaháls, rétt utan við Landmannalaugar og rætt við Ingibjörgu Eiríksdóttur, svæðalandvörð Umhverfisstofnunar á Suðurlandi. „Hér er dæmi um það sem gerist þegar ekið er á snjó sem ekki uppfyllir þau skilyrði sem sett eru í náttúruverndarlögum, þ.e. að frost sé í jörðu og burðurinn í snjónum slíkur að hann haldi jeppunum ofan við landið,“ segir hún. Ingibjörg nefnir sem dæmi að farið sé inn á svæði sem sé lokað í leysingatíð og keyrt út fyrir vegi til að sneiða hjá sköflum. „Þetta er það sem við höfum verið að berjast við og svo auðvitað að menn taka hringi, leggja bíl lengst úti í móa o.s.frv. Það er ýmislegt sem við þurfum að ná betur utan um.“ Eins og sjá má í myndskeiðinu má víða sjá för eftir utanvegaakstur við Sigölduleið. För í sandi eru viðráðanleg með mikilli vinnu og þar hefur verið unnið að viðgerðum, en þegar fólk keyrir um gróin svæði getur það oft tekið landið áratugi eða meira að jafna sig. Sjálfboðaliðar sem staddir eru hér á landi segja utanvegaakstur skiljanlegan að því leyti að landið sé fallegt og því eðlilega spennandi að keyra utan leiða til að kanna landið. Þeir segja hins vegar slæmt að landið sé eyðilagt og þeir sjá eftir tíma sem fer í að lagfæra för eftir utanvegaakstur; þeim tíma væri betur varið í önnur verkefni. Ingibjörg segir reynt að ná til ferðafólks en gera þurfi betur, hugsanlega með rafrænni upplýsingatækni. Hún segir fólk ekki skemma landið viljandi. „En staðreyndin er sú að þessi ferðamennska er að valda landspjöllum og við þurfum að finna leiðir til að komast hjá þeim.“ Utanvegaakstur er lögbrot og ákvörðun um upphæð sekta er í höndum lögreglu. „En ég veit um dæmi alveg frá um 20 þúsund krónum upp í hundrað til tvö hundruð þúsund,“ segir Ingibjörg.
Tengdar fréttir Utanvegaakstur fyrst og fremst af hendi útlendinga „Það hefur ekki mátt tala um þetta,“ segir Kristján Kristjánsson hjá Mountain Taxi. 5. júní 2014 11:25 Ferðir seldar í lokað friðland Ferðir eru auglýstar og seldar inn í Friðland að Fjallabaki þrátt fyrir lokanir á hálendinu. Skemmdir vegna utanvegaaksturs eru viðvarandi vandamál. Lögregla hyggur á eftirlit á landi og úr lofti vegna brotanna. 5. júní 2014 07:00 Virða akstursbann að vettugi Akstursbann inn á Friðland að Fjallabaki er að engu haft þrátt fyrir lokanir og upplýsingagjöf. Gróðurskemmdir vegna utanvegaaksturs eru miklar. Fyrirtæki auglýsa og selja ferðir þrátt fyrir lögboðnar lokanir. 5. júní 2014 07:00 Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira
Utanvegaakstur fyrst og fremst af hendi útlendinga „Það hefur ekki mátt tala um þetta,“ segir Kristján Kristjánsson hjá Mountain Taxi. 5. júní 2014 11:25
Ferðir seldar í lokað friðland Ferðir eru auglýstar og seldar inn í Friðland að Fjallabaki þrátt fyrir lokanir á hálendinu. Skemmdir vegna utanvegaaksturs eru viðvarandi vandamál. Lögregla hyggur á eftirlit á landi og úr lofti vegna brotanna. 5. júní 2014 07:00
Virða akstursbann að vettugi Akstursbann inn á Friðland að Fjallabaki er að engu haft þrátt fyrir lokanir og upplýsingagjöf. Gróðurskemmdir vegna utanvegaaksturs eru miklar. Fyrirtæki auglýsa og selja ferðir þrátt fyrir lögboðnar lokanir. 5. júní 2014 07:00