Erlent

Starfsmenn fá frí til að horfa á leik

Samúel Karl Ólason skrifar
Juan Manuel Santos, forseti Kólumbíu.
Juan Manuel Santos, forseti Kólumbíu.
Juan Manuel, forseti Kólumbíu, hefur gefið opinberum starfsmönnum landsins frí eftir hádegi á morgun svo þeir geti fylgst með leik Kólumbíu og Brasilíu. BBC segir íbúa landsins vera hæstánægða með gengi landsliðsins, sem komið er í átta liða úrslit heimsmeistarakeppninnar.

Við fyrsta sigur Kólumbíu á mótinu jókst heimilisofbeldi í landinu og því hefur sala áfengis verið bönnuð á morgun. Útköll lögreglu eftir sigurinn gegn Grikkjum voru rúmlega fimm þúsund talsins. Níu morð voru framin í Bógóta, höfuðborg Kólumbíu, það kvöld.

Eftir það hefur áfengissala verið bönnuð á keppnisdögum víða um landið og segir lögreglan glæpum hafa fækkað mjög.

Vinnudagur opinberra starfsmanna mun enda klukkan eitt á morgun að staðartíma, sem gefur þeim nægan tíma til að til að komast heim áður en leikurinn byrjar klukkan þrjú.

Forsetinn segist ætla að fljúga til Brasilíu á morgun til að horfa á leikinn og koma svo beint aftur eftir sigur sinna manna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×