Erlent

Vegbrú féll á hraðbraut í Brasilíu

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AP
Að minnsta kosti tveir létust þegar ókláruð vegbrú yfir fjölfarna hraðbraut hrundi í borginni Belo Horizonte í Brasilíu. Nítján manns slösuðust og rúta klemmdist undir brúnni ásamt tveimur vörubílum og bíl.

Brúin er hluti af uppbyggingu fyrir heimsmeistarakeppnina í fótbolta sem nú fer fram í Brasilíu, en ekki náðist að klára hana í tíma fyrir keppnina. Sama á um fjölda annarra verkefna í landinu.

AP fréttaveitan hefur eftir slökkviliðsstjóra borgarinnar að kona sem ók rútunni sé önnur þeirra sem lést.

Vísir/AP



Fleiri fréttir

Sjá meira


×