Innlent

Sex mánuðir fyrir að berja mann með borðfæti

Stefán Ó. Jónsson skrifar
VISIR/VILHELM
Dómur var kveðinn upp í máli þriggja manna á á aldrinum 48 til 60 ára í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag sem ákærðir voru fyrir hættulega líkamsárás í maí árið 2012.

Árásin átti sér stað fyrir utan smáhýsi við Fiskislóð 12.

Einum manninum var gefið að sök að hafa sparkað í vinstri síðu annars manns, barið hann með borðfæti og traðkað á höfði hans. Hann gekkst við brotunum, en gekkst ekki við að hafa notað barefli né að hafa traðkað á höfði mannsins.

Þá var öðrum jafnframt gefið að sök að hafa slegið manninn með borðfæti og sá þriðji, Sævar Arnfjörð Hreiðarsson, átti að hafa slegið manninn tveimur höggum í andlitið. Báðir neituðu sök við aðalmeðferð.

Niðurstaða dómsins var á þá leið að Sævar var sýknaður af öllum ákærum en hinir mennirnir tveir fengu fjögurra og sex mánaða fangelsisdóma. Einnig var öðrum þeirra gert að greiða fórnarlambinu 500 þúsund krónur í miskabætur og hinn missti ökuréttindi sín ævilangt.

Fórnarlambið krafðist 2,5 milljóna króna í miskabætur. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×