Börðu mann með borðfæti og tröðkuðu á andliti hans Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 6. júní 2014 13:25 vísir/vilhelm Aðalmeðferð í máli þriggja manna á aldrinum 48 til 60 ára fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Mennirnir eru ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás sem átti sér stað 19.maí 2012 utan við smáhýsi við Fiskislóð 16. Einum manninum er gefið að sök að hafa sparkað í vinstri síðu annars manns, barið hann með borðfæti og traðkað á höfði hans. Hann gekkst við brotunum, en gekkst ekki við að hafa notað barefli né að hafa traðkað á höfði mannsins. Þá er öðrum jafnframt gefið að sök að hafa slegið manninn með borðfæti og sá þriðji, Sævar Arnfjörð Hreiðarsson, sló manninn tveimur höggum í andlitið. Báðir neita sök. „Ég er sextugur, hvað heldurðu að ég sé að slást. Ég nenni því ekki einu sinni,“ sagði Sævar í vitnastúku í dag. Sævar á að baki langan afbrotaferil, eða allt frá árinu 1972. „Ég var eitthvað smá vímaður. Bara smá gras,“ sagði Sævar. „En ég hef verið edrú í góðan tíma. Ég tel mig hafa sóað lífi mínu en nú er nóg komið. Nú er ég farinn að haga mér eins og maður.“ Maðurinn var fluttur á gjörgæsludeild Landspítalans í kjölfar árásarinnar þar sem hann dvaldi í tvo daga. Þaðan var hann fluttur á almenna deild þar sem hann dvaldi í tæpar tvær vikur. Í aðalmeðferðinni í dag sagðist hann hafa verið undir áhrifum áfengis og vímuefna. Árásarmennirnir voru einnig allir undir áhrifum áfengis. „Hann var bara blindfullur og ruglaður. Hann lamdi mig fyrir utan smáhýsin og ég flúði inn. Ég lagðist í sófann og þar byrjuðu þeir allir að berja mig. Undir lokin var ég síðan farinn að detta út og man ekki mikið,“ sagði maðurinn í vitnastúku í dag. Lögreglumaður sem bar vitni í málinu, og tók af manninum skýrslu á slysadeild Landspítalans, sagði áverkana hafa verið mikla. Maðurinn hefði átt erfitt með tal og verið óskýr í máli en þó hafi hann náð að halda uppi samræðum. Maðurinn hlaut mikið mar frá vinstri kinn og niður á kvið, hlaut tvö rifbeinsbrot, mar á lifur og framan á vinstra læri og loftbrjóst vinstra megin. Krafist er að ákærðu verði dæmdir til refsingar auk greiðslu alls sakarkostnaðar. Fórnarlambið krefst 2,5 milljóna króna í miskabætur. Aðalmeðferð málsins var frestað í dag vegna þess að ekki öll vitni mættu fyrir dóm. Aðalmeðferðin heldur áfram 20. júní næstkomandi. Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Sjá meira
Aðalmeðferð í máli þriggja manna á aldrinum 48 til 60 ára fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Mennirnir eru ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás sem átti sér stað 19.maí 2012 utan við smáhýsi við Fiskislóð 16. Einum manninum er gefið að sök að hafa sparkað í vinstri síðu annars manns, barið hann með borðfæti og traðkað á höfði hans. Hann gekkst við brotunum, en gekkst ekki við að hafa notað barefli né að hafa traðkað á höfði mannsins. Þá er öðrum jafnframt gefið að sök að hafa slegið manninn með borðfæti og sá þriðji, Sævar Arnfjörð Hreiðarsson, sló manninn tveimur höggum í andlitið. Báðir neita sök. „Ég er sextugur, hvað heldurðu að ég sé að slást. Ég nenni því ekki einu sinni,“ sagði Sævar í vitnastúku í dag. Sævar á að baki langan afbrotaferil, eða allt frá árinu 1972. „Ég var eitthvað smá vímaður. Bara smá gras,“ sagði Sævar. „En ég hef verið edrú í góðan tíma. Ég tel mig hafa sóað lífi mínu en nú er nóg komið. Nú er ég farinn að haga mér eins og maður.“ Maðurinn var fluttur á gjörgæsludeild Landspítalans í kjölfar árásarinnar þar sem hann dvaldi í tvo daga. Þaðan var hann fluttur á almenna deild þar sem hann dvaldi í tæpar tvær vikur. Í aðalmeðferðinni í dag sagðist hann hafa verið undir áhrifum áfengis og vímuefna. Árásarmennirnir voru einnig allir undir áhrifum áfengis. „Hann var bara blindfullur og ruglaður. Hann lamdi mig fyrir utan smáhýsin og ég flúði inn. Ég lagðist í sófann og þar byrjuðu þeir allir að berja mig. Undir lokin var ég síðan farinn að detta út og man ekki mikið,“ sagði maðurinn í vitnastúku í dag. Lögreglumaður sem bar vitni í málinu, og tók af manninum skýrslu á slysadeild Landspítalans, sagði áverkana hafa verið mikla. Maðurinn hefði átt erfitt með tal og verið óskýr í máli en þó hafi hann náð að halda uppi samræðum. Maðurinn hlaut mikið mar frá vinstri kinn og niður á kvið, hlaut tvö rifbeinsbrot, mar á lifur og framan á vinstra læri og loftbrjóst vinstra megin. Krafist er að ákærðu verði dæmdir til refsingar auk greiðslu alls sakarkostnaðar. Fórnarlambið krefst 2,5 milljóna króna í miskabætur. Aðalmeðferð málsins var frestað í dag vegna þess að ekki öll vitni mættu fyrir dóm. Aðalmeðferðin heldur áfram 20. júní næstkomandi.
Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Sjá meira