Erlent

Kennari stunginn til bana í Frakklandi

Atli Ísleifsson skrifar
Móðirin réðst á kennarann fyrir framan skólabörnin.
Móðirin réðst á kennarann fyrir framan skólabörnin. Vísir/AFP
34 ára móðir grunnskólanema stakk kennara barns síns til bana í skólastofu fullri af skólabörnum í bænum Albi í suðurhluta Frakklands í gær. „Móðir barns mætti með hníf og stakk kennarann til bana fyrir framan börnin,“ sagði saksóknarinn Claude Derens þegar hann ræddi við fjölmiðla fyrr í dag. Sú grunaða gerði tilraun til að flýja frá vettvangi en var gripin tuttugu mínútum síðar í nágrenni skólans.

Um 280 börn sækja skólann og eru þau á aldrinum þriggja til ellefu ára. Sjúkralið gerðu tilraunir til að bjarga lífi kennarans en endurlífgunartilraunir báru ekki árangur. Francois Hollande Frakklandsforseti sagði málið vera mikinn harmleik og að yfirvöld myndu veita börnunum og starfsfólki skólans alla þá aðstoð sem þau þurfa. Ástæður tilræðisins liggja ekki fyrir, en móðirin hefur áður komið við sögu lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×