Erlent

Mikill skógareldur í Gudbrandsdalen

Atli Ísleifsson skrifar
Eldurinn í Noregi breiðist stjórnlaust út. Myndin er tekin af slökkvistarfi á Spáni fyrr á árinu.
Eldurinn í Noregi breiðist stjórnlaust út. Myndin er tekin af slökkvistarfi á Spáni fyrr á árinu. Vísir/AFP
Mikill skógareldur geisar nú á stóru svæði í Gudbrandsdal norðvestur af Lillehammer í Noregi. Á vef norska ríkisútvarpsins segir að eldurinn brenni stjórnlaust á um 100 ekru svæði. Talsmaður lögreglu segir að mikill vindur og þurrkur síðustu daga gerir það að verkum að eldurinn breiðist hratt út. Almannavarnir, bændur og allt tiltækt slökkvilið í nágrenninu gera nú allt til að hefta útbreiðslu skógareldsins og nýta meðal annars þyrlur til verksins.

Líkur eru á að loka þurfi E6 hraðbrautinni á kafla en vegurinn tengir meðal annars höfuðborgina Ósló við Þrándheim og Molde.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×