Erlent

Þúsundir flýja heimili sín vegna Artúrs

visir/getty
Þúsundir hafa flúið heimili sín í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum en annars stigs fellibylur, sem ber heitið Artúr, gengur þar yfir.

Stormurinn náði ströndu um klukkan þrjú síðastliðna nótt og er vindhraðinn um fjörtíu og fimm metrar á sekúndu.

Mikil flóðahætta er á austurströndinni og er víða er rafmagnslaust en í dag er þjóðhátíðardagur Bandaríkjanna og raskaði fellibylurinn hátíðardagskrá á svæðinu töluvert.

Þá hafa miklar umferðateppur myndast, þar sem margir eru á flótta undan veðrinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×