Innlent

Þrír handteknir eftir líkamsárás á Bústaðavegi

Randver Kári Randversson skrifar
Nokkur erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt.
Nokkur erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Vísir/Vilhelm
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í nótt þrjá menn eftir líkamsárás á Bústaðavegi. Sá sem fyrir árásinni varð var tekinn upp í bíl og síðan látinn út á Reykjavíkurvegi í Hafnarfirði. Hann hafði áverka á höfði og var fluttur á slysadeild með sjúkrabíl. Lögreglan telur að um innheimtuaðgerðir hafi verið ræða.

Þá voru þrír menn handteknir í Vogahverfi eftir að ráðist var á mann og úlpu hans stolið. 

Þrír ökumenn voru stöðvaðir á höfuðborgarsvæðinu undir áhrifum áfengis og fíkniefna. 

Nokkur erill var hjá lögreglu í miðborginni í nótt og voru fangageymslur á Hverfisgötu fullnýttar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×