Innlent

Nokkur minniháttar mál komu upp á Akranesi

Randver Kári Randversson skrifar
Vísir/Pjetur
Nokkur minniháttar mál hafa komið upp á hjá lögreglunni á Akranesi í tengslum við hátíðina Írska daga sem fram fer um helgina. Alls hafa sex verið handteknir. Tveir voru teknir vegna aksturs undir áhrifum áfengis og fíkniefna, þrír voru handteknir vegna ölvunar á almannafæri og eitt fíkniefnamál hefur komið upp.

Að sögn lögreglu hefur hátíðin að mestu farið vel fram þó nokkuð hafi verið um ölvun í gærkvöldi. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×