Erlent

Hótar að sprengja sig í loft upp

Stefán Árni Pálsson skrifar
mynd/Aftenposten
Lögregluyfirvöld í Svíþjóð hafa nú umkringt hús í bænum Barfendal en þar innandyra ku vera maður sem hefur hótað að sprengja sig í loft upp.

Þetta kemur fram á vefsíðu Aftenbladet en fram kemur í fréttinni að lögreglan hafi komist að því að maðurinn þekki vel til sprengjugerðar.

Gríðarlegur viðbúnaður er hjá lögreglunni og búið er að rýma öll hús í grenndinni. Lögreglan hefur ekki enn náð sambandi við manninn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×