Innlent

Dæmdur í 15 ára fangelsi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Waleed Abulkhair
Waleed Abulkhair
Waleed Abulkhair var í dag dæmdur í 15 ára fangelsi fyrir andóf í Sádi-Arabíu og einnig á hann að hafa móðgað ráðamenn þar í landi. Abulkhair starfar sem mannréttindalögfræðingur í Sádi-Arabíu.

Maðurinn þarf einnig að greiða rúmlega sex milljónir í sekt en hann hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan í apríl.

Mannréttindasamtökin Amensty International hafa formlega farið fram á það að maðurinn verði látin laus en hann er þekktur fyrir að berjast ötullega fyrir mannréttindum fólks í Sádi-Arabíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×