Erlent

Öflugur jarðskjálfti undan strönd Mexíkó

Atli Ísleifsson skrifar
Ljósastaurar og byggingar sveifluðust til í Mexíkóborg.
Ljósastaurar og byggingar sveifluðust til í Mexíkóborg. Vísir/AFP
Tveir létust í bænum San Marcos í Gvatemala eftir að jarðskjálfti varð undan strönd Gvatemala og suðurströnd Mexíkó í morgun. Að sögn Bandarísku jarðvísindastofnunarinnar var skjálftinn upp á 7,1 stig á Richterkvarða og átti upptök sín um 35 kílómetrum suðvestur af mexíkóska bænum Tapachula í Chiapas-fylki og á um 90 kílómetra dýpi.



Mexíkóskir fjölmiðlar greina frá því að vel hafi fundist til skjálftans í suðurhluta landsins. Í Mexíkóborg sveifluðust ljósastaurar og byggingar til og þá hefur orðið vart við talsverðar rafmagnstruflanir í vesturhluta Gvatemala.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×