Innlent

Um sjötíu prósent ferðamanna skoða Gullfoss

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Pjetur
Svæðið við Gullfoss er í hættu á að missa verndargildi sitt verði ekkert gert, samkvæmt Umhverfisstofnun. Þá vegna ágangs ferðamanna, en líklega fara um 70 prósent þeirra sem sækja Ísland heim að Gullfossi.

Í sumar eru fyrirhugaðar framkvæmdir á vegum Umhverfisstofnunar á Gullfossi til að tryggja verndun svæðisins, sem hefur verið á eitt af forgangssvæðum stofnunarinnar undanfarin ár.

Síðustu ár hefur verið unnið að uppbyggingu göngustíga á svæðinu, en ljóst var að ráðast þyrfti í umbætur sem taki mið af heildarskipulagi svæðisins.

Því var efnt til hugmyndasamkeppni árið 2012 þar sem tillagan Aldir renna bar sigur úr býtum. Deiliskipulag sem byggir á henni nú verið samþykkt, en aldrei áður hefur deiliskipulag verið unnið fyrir friðlandið við Gullfoss.

Til stendur að gera nýjan stíg á milli efra og neðra svæðis auk þess að endurbæta gamla stíga og fjölga útsýnispöllum. Nýji stígurinn verður breiðari en sá sem fyrir er og aðgengilegri. Þá stendur til að fjarlæga gamla stíginn.

Einnig er gert ráð fyrir því að umferð um neðra bílastæðið verði takmörkuð í framtíðinni og það verði einungis fyrir ökutæki í forgangsakstri og þá sem eiga erfitt með gang.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×