Erlent

Stundaði ofbeldisfulla kynlífsleiki með frænku sinni þar til hún lést

Mark Pickford.
Mark Pickford. mynd/hull daily mail
Fjörutíu og eins árs gamall breskur karlmaður sem sakaður var um að hafa myrt frænku sína í ofbeldisfullum kynlífsleik, hefur verið sýknaður fyrir dómi. Hann neitaði sök í málinu og taldi frænku sína hafa byrlað sér ólyfjan, en kynlífsleikir þeirra höfðu átt sér stað um nokkurra vikna skeið.

Lögreglan kom að manninum, Mark Pickford, í blóðugu rúmi frænku sinnar, Dawn Warburton, í apríl á síðasta ári. Snæri var vafið margsinnis um háls konunnar og hékk hún yfir rúminu. Miklir áverkar voru á líkama hennar öllum.

Í smáskilaboðum sem Pickford hafði sent frænku sinni vikum fyrir atburðinn sagðist hann vilja binda hana og koma fram við hana sem fórnarlamb, brenna hana, bíta og misþyrma. Í svari hennar við skilaboðunum sagðist hún oft hugsa um að stunda ofbeldisfulla kynlífsleiki, það ofbeldisfulla að stundum hræðist hún sínar eigin hugsanir. Í kjölfar skilaboðanna hittust þau vikulega á heimili hennar í Hull í Bretlandi.

Pickford segist ekkert muna eftir kvöldinu örlagaríka, hann hafi verið búinn að neyta áfengis og annarra vímuefna í miklum mæli en lognaðist út af í kjölfarið. Hann telur að konan hafi byrlað sér Diazepam sem er lyf sem hefur róandi, kvíðastillandi og vöðvaslakandi verkun.

Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að ekki væru nægilegar sannanir í málinu og var Pickford því sýknaður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×