Brasilíumenn niðurlægðir á heimavelli 8. júlí 2014 10:33 Thomas Müller skorar mark sitt í kvöld. Vísir/Getty Fimmfaldir heimsmeistarar Brasilíu voru niðurlægðir af mögnuðum Þjóðverjum í undanúrslitaleik liðanna á HM í kvöld. Þýskaland vann ótrúlegan 7-1 sigur eftir að hafa gert út um leikinn með fjórum mörkum á sex mínútna kafla í fyrri hálfleik. Miroslav Klose skoraði annað mark Þýskalands í leiknum og sitt sextánda mark í úrslitakeppni HM frá upphafi. Það er met en fyrir leikinn var hann jafn Brasilíumanninum Ronaldo, sem tryggði sínum mönnum 2-0 sigur þegar þessi lið mættust síðast á HM - í úrslitaleiknum árið 2002. Thomas Müller kom Þýskalandi á bragðið á elleftu mínútu er hann stýrði hornspyrnu Toni Kroos í netið. Müller var skilinn eftir dauðafrír á fjarstöng og gaf slæmur varnarleikur Brasilíu vísbendingu um það sem koma skyldi. Klose skoraði svo annað markið á 23. mínútu er hann fylgdi eftir eigin skoti sem var varið. Við það mark virtust Brasilíumenn einfaldlega brotna saman en Toni Kroos skoraði næstu tvö mörk sinna manna - fyrst á 24. mínútu og svo 26. mínútu. Sami Khedira bætti svo fimmta markinu við þremur mínútum síðar en þýsku landsliðsmennirnir léku sér einfaldlega að hörmulegum varnarmönnum brasilíska liðsins. Varamaðurinn Andre Schürrle bætti svo tveimur mörkum við í síðari hálfleik áður en Oscar klóraði í bakkann fyrir Brasilíu í uppbótartíma. Neymar var sem kunnugt er frá vegna meiðsla í kvöld og þá var fyrirliðinn Thiago Silva í banni. Hvort þeir hefðu bjargað einhverju fyrir heimamenn í kvöld skal ósagt látið en úrslit leiksins fara í sögubækurnar sem einhver ótrúlegustu tíðindi í sögu keppninnar.Vísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/Getty HM 2014 í Brasilíu Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Í beinni: Fram - Stjarnan | Baráttan um fjórða sætið Katla kynnt til leiks í Flórens Í beinni: Afturelding - Vestri | Mikið undir hjá báðum liðum Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Sjá meira
Fimmfaldir heimsmeistarar Brasilíu voru niðurlægðir af mögnuðum Þjóðverjum í undanúrslitaleik liðanna á HM í kvöld. Þýskaland vann ótrúlegan 7-1 sigur eftir að hafa gert út um leikinn með fjórum mörkum á sex mínútna kafla í fyrri hálfleik. Miroslav Klose skoraði annað mark Þýskalands í leiknum og sitt sextánda mark í úrslitakeppni HM frá upphafi. Það er met en fyrir leikinn var hann jafn Brasilíumanninum Ronaldo, sem tryggði sínum mönnum 2-0 sigur þegar þessi lið mættust síðast á HM - í úrslitaleiknum árið 2002. Thomas Müller kom Þýskalandi á bragðið á elleftu mínútu er hann stýrði hornspyrnu Toni Kroos í netið. Müller var skilinn eftir dauðafrír á fjarstöng og gaf slæmur varnarleikur Brasilíu vísbendingu um það sem koma skyldi. Klose skoraði svo annað markið á 23. mínútu er hann fylgdi eftir eigin skoti sem var varið. Við það mark virtust Brasilíumenn einfaldlega brotna saman en Toni Kroos skoraði næstu tvö mörk sinna manna - fyrst á 24. mínútu og svo 26. mínútu. Sami Khedira bætti svo fimmta markinu við þremur mínútum síðar en þýsku landsliðsmennirnir léku sér einfaldlega að hörmulegum varnarmönnum brasilíska liðsins. Varamaðurinn Andre Schürrle bætti svo tveimur mörkum við í síðari hálfleik áður en Oscar klóraði í bakkann fyrir Brasilíu í uppbótartíma. Neymar var sem kunnugt er frá vegna meiðsla í kvöld og þá var fyrirliðinn Thiago Silva í banni. Hvort þeir hefðu bjargað einhverju fyrir heimamenn í kvöld skal ósagt látið en úrslit leiksins fara í sögubækurnar sem einhver ótrúlegustu tíðindi í sögu keppninnar.Vísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/Getty
HM 2014 í Brasilíu Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Í beinni: Fram - Stjarnan | Baráttan um fjórða sætið Katla kynnt til leiks í Flórens Í beinni: Afturelding - Vestri | Mikið undir hjá báðum liðum Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Sjá meira