Erlent

New York ríki lögleiðir marijúana í lækningaskyni

Atli Ísleifsson skrifar
Andrew Cuomo ríkisstjóri telur að lögin muni stuðla að því að efnið komist í rangar hendur.
Andrew Cuomo ríkisstjóri telur að lögin muni stuðla að því að efnið komist í rangar hendur. Vísir/AP
New York ríki varð í dag 23. ríki Bandaríkjanna til að lögleiða marijúana í lækningaskyni. Efnið verður gert aðgengilegt fyrir alvarlega veika sjúklinga og ekki í því formi að mögulegt sé að reykja það. Andrew Cuomo ríkisstjóri staðfesti lögin á laugardaginn en formleg undirritun fór fram í morgun.

Nýja áætlunin mun taka gildi eftir átján mánuði og munu þá flogaveikir og alnæmis- og krabbameinssjúklingar eiga möguleika á að nálgast lyfið í olíu- eða úðaformi gegn framvísun lyfseðlis.

Á vef CNN segir að Cuomo álíti lögin munu stuðla að því að draga úr því að efnið hafni í höndum rangra aðila. Kalifornía varð fyrsta ríki Bandaríkjanna til að lögleiða marijúana í lækningaskyni árið 1996.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×