Sár og svekktur að vera sakaður um sóðaskap Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. júlí 2014 13:46 Kristján Berg Grétarsson. Vísir/Arnþór/Stefán „Ég er ekki að stækka við mig. Bara að gera húsnæðið snyrtilegra og umhverfisvænna,“ segir Kristján Berg Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Fiskikóngsins við Sogaveg. Beiðni Kristjáns um að fá að byggja yfir port á lóðinni, þar sem kör með fisk auk tveggja heitra potta eru geymd, var á dögunum hafnað af Umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar. Embættið vísar í umsögn skipulagsfulltrúa sem finnur að ýmsum þáttum við starfsemi Fiskikóngsins. Bendir fulltrúinn á að mikil óreiða sé á lóðinni þar sem „m.a. voru heitir pottar og fiskikör upp og út um allt.“ Kristján Berg þvertekur fyrir að ósnyrtilegt sé innan eða utan búðarinnar sem hann hefur rekið við Sogaveg undanfarin sjö ár. Hægt væri að borða fiskinn af gólfi búðarinnar ef því væri að skipta. Markmiðið með því að byggja yfir portið sé að gera lóðina enn snyrtilegri. Breytingin feli í sér að hækka veggi portsins úr tveimur metrum í þrjá og setja þak yfir. Þar með sjáist fiskikörin ekki lengur auk þess sem það komi í veg fyrir að laufblöð eða sandur komist í fiskinn. Þá hugðist Kristján að klæða veggi portsins með timbri svo úr verði fallegri bygging sem allir ættu að geta fagnað. Í augnablikinu sé að finna steypumót á lóðinni, líkt og sjá má á ljósmyndum sem teknar voru á vettvangi í gær, enda hafi staðið til að fara í framkvæmdir við byggingu þaksins. Eftir neitun skipulagsráðs sé óvíst hvert framhaldið verði.Steypumótin á lóð Fiskikóngsins.Vísir/ArnþórNágrannar gerðu athugasemdir Þrír íbúar í Akurgerði gerðu athugasemdir í kjölfar grenndarkynningar á plönum Fiskikóngsins. Akurgerði liggur þvert á Sogaveginn rétt við húsakynni Fiskikóngsins. Benda íbúarnir á að umsvif fiskbúðarinnar séu umfangs- og fyrirferðarmeiri en eðlilegt geti talist hjá fiskbúð í íbúðarhverfi. Er bent á sölu heitra potta í því samhengi auk þess sem gestir búðarinnar leggi bílum sínum ítrekað ólöglega. Kristján segir í samtali við Vísi vissulega selja heita potta samhliða viðskiptum með fisk. Öll sala fari hins vegar fram á netinu og pottarnir séu afhentir úti á Granda. Hann sé aðeins með tvo potta í afgirta portinu, sem hann hefur hug á að byggja yfir, sem fólk geti skoðað. Engin eiginlega viðskipti fari fram á svæðinu. Þá veltir hann fyrir sér hvað hann eigi að gera í þeirri staðreynd að fiskbúðinni gangi vel og margir sæki hana heim. Sama sé uppi á teningnum hjá vinsælum bakaríum og ísbúðum. Það ætti að vera í þágu íbúa í hverfinu að hafa vinsæla starfsemi. Fólk vilji flytja í hverfi þar sem sé líf, góð bakarí, ísbúðir eða fiskverslun. Kristján segist ítrekað hafa óskað eftir því hjá Reykjavíkurborg að fá fleiri bílastæði teiknuð á lóð sína. Þau eru sjö sem stendur en Kristján fullyrðir að pláss sé fyrir fleiri bíla. Það sjáist á degi hverjum þegar fjöldi bíla komist fyrir á planinu. Reykjavíkurborg hafi hins vegar ekki gefið leyfi fyrir því. Íbúarnir kvarta ennfremur yfir því að gatnamót Sogavegar og Grensásvegar þoli ekki meiri umferð en nú sé. Því hafnar hins vegar umferðarverkfræðingur Reykjavíkurborgar. Auk þess bendir Kristján á að breytingarnar eigi ekki að hafa í för með sér neina breytingu á starfsemi nema að gera húsnæðið snyrtilegra. Það hljóti að vera allra hagur.Skilti sem Fiskikóngurinn setti á vegg sem varð ítrekað fyrir því að vera spreyjaður.Mynd/Kristján BergSkipulagsfulltrúi ósáttur Í umsögn skipulagsfulltrúa kemur fram að sú umgengni og umsvif sem fram fari á lóðinni geti ekki talist eðlileg miðað við rekstur fiskbúðar í íbúðarhverfi. Er þeim tilmælum beint til Fiskikóngsins að klára frágang lóðarinnar m.t.t. aðkomu og bílastæða auk þess sem látið verði af notkun hennar sem vörugeymslu fyrir heita potta og fiskikör í því magni sem nú sé. „Því miður kemur fiskur ekki til mín í umslagi,“ segir Kristján um stærð þeirra kara sem fiskurinn berst til hans í. Körin séu ávalt stór sama hve mikið magn hann fái af fiski. Þá bætist við að ekki megi blanda saman fisktegundum í körum. Stundum séu tíu til fimmtán kör í portinu af þeim sökum. Yrði byggt yfir portið myndu nágrannar og aðrir ekki sjá körin sem geymd yrðu í köldu og afgirtu rými. Hann sé með leyfi fyrir portinu eins og staðan sé núna. Hann vilji einfaldlega setja þak yfir.Eftir að skiltið var tekið niður árið 2012. Var hafmeyja máluð á hliðina og hefur veggurinn fengið að vera í friði síðan.Mynd/Kristján BergVill ekki í stríð við borgina Samskipti Fiskikóngsins við Reykjavíkurborg hafa ekki gengið auðveldlega fyrir sig undanfarin ár. Viðskiptavinir hafa til að mynda ítrekað keyrt á ljósastaur við lóð fiskbúðarinnar. Kristján hefur óskað eftir því að ljósastaurinn verði færður. Reykjavíkurborg hefur hins vegar neitað að færa staurinn og óskað eftir því að Kristján skipuleggi betur svæði sitt áður en ljósastaurnum verði fundinn nýr staður. „Ljósastaurinn er ennþá á sínum stað og fólk heldur áfram að klessa á hann, vikulega,“ segir Kristján sem sótt hefur um leyfi fyrir flutningi staursins. „Það er of dýrt að færa hann, og ég á að greiða fyrir flutning ef af verður. Hvernig er með borgina, á hún ekki að starfa fyrir borgarbúa? Gera borgina betri, og ef ljósastaurinn er fyrir borgarbúum, af hverju þá ekki að færa hann?“ spyr Kristján. Þá segist Kristján hafa lent í því ítrekað að húsnæði hans hafi verið spreyjað. Reglulega þurfti að mála stóran hvítan vegg á bakhlið hússins sem varð fyrir árásum spreyjara. Það vandamál hafi hann leyst með því að setja skilti á vegginn (eins og sést að ofan) en það var skammgóður vermir. Borgin óskaði eftir því að skiltið yrði fjarlægt þar sem það náði út fyrir lóðarmörk. Nokkra millimetra, nánar tiltekið sjö að sögn Kristjáns, eða sem nam þykkt skiltisins. „Eftir það lét ég atvinnumann í spreybrúsum mála hafmeyju á húsið og síðan þá hefur húsið fengið frið fyrir krökkum með spreybrúsa. Ég hef líka fengið frið frá Borgaryfrvöldum með hafmeyjuna,“ segir Kristján. Þrátt fyrir allt segist Kristján ekki vilja fara í stríð við borgina. Hann er þó svekktur með fullyrðingar að ekki sé snyrtilegt á lóð hans við Sogaveg. „Ég er sár yfir því að þetta sé komið í þennan farveg. Ég hef aldrei verið talinn ósnyrtilegur eða með skítugt í kringum mig,“ segir Kristján. Auk þess vilji hann umfram allt halda góðu sambandi við nágranna sína. „Ég græði ekkert á að vera í stríði við fólkið í hverfinu. Það myndi drepa minn business. Ef ég væri einhver sóði þá myndi enginn versla við mig.“ Í viðhengjum hér að neðan (PDF) má sjá teikningar arkitekta á þeim breytingum á húsnæði sínu sem Fiskikóngurinn hugðist gera, þ.e. hækkun veggja portsins um tvo metra, byggingu þaks yfir og timburklæðningu á veggina. Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Sjá meira
„Ég er ekki að stækka við mig. Bara að gera húsnæðið snyrtilegra og umhverfisvænna,“ segir Kristján Berg Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Fiskikóngsins við Sogaveg. Beiðni Kristjáns um að fá að byggja yfir port á lóðinni, þar sem kör með fisk auk tveggja heitra potta eru geymd, var á dögunum hafnað af Umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar. Embættið vísar í umsögn skipulagsfulltrúa sem finnur að ýmsum þáttum við starfsemi Fiskikóngsins. Bendir fulltrúinn á að mikil óreiða sé á lóðinni þar sem „m.a. voru heitir pottar og fiskikör upp og út um allt.“ Kristján Berg þvertekur fyrir að ósnyrtilegt sé innan eða utan búðarinnar sem hann hefur rekið við Sogaveg undanfarin sjö ár. Hægt væri að borða fiskinn af gólfi búðarinnar ef því væri að skipta. Markmiðið með því að byggja yfir portið sé að gera lóðina enn snyrtilegri. Breytingin feli í sér að hækka veggi portsins úr tveimur metrum í þrjá og setja þak yfir. Þar með sjáist fiskikörin ekki lengur auk þess sem það komi í veg fyrir að laufblöð eða sandur komist í fiskinn. Þá hugðist Kristján að klæða veggi portsins með timbri svo úr verði fallegri bygging sem allir ættu að geta fagnað. Í augnablikinu sé að finna steypumót á lóðinni, líkt og sjá má á ljósmyndum sem teknar voru á vettvangi í gær, enda hafi staðið til að fara í framkvæmdir við byggingu þaksins. Eftir neitun skipulagsráðs sé óvíst hvert framhaldið verði.Steypumótin á lóð Fiskikóngsins.Vísir/ArnþórNágrannar gerðu athugasemdir Þrír íbúar í Akurgerði gerðu athugasemdir í kjölfar grenndarkynningar á plönum Fiskikóngsins. Akurgerði liggur þvert á Sogaveginn rétt við húsakynni Fiskikóngsins. Benda íbúarnir á að umsvif fiskbúðarinnar séu umfangs- og fyrirferðarmeiri en eðlilegt geti talist hjá fiskbúð í íbúðarhverfi. Er bent á sölu heitra potta í því samhengi auk þess sem gestir búðarinnar leggi bílum sínum ítrekað ólöglega. Kristján segir í samtali við Vísi vissulega selja heita potta samhliða viðskiptum með fisk. Öll sala fari hins vegar fram á netinu og pottarnir séu afhentir úti á Granda. Hann sé aðeins með tvo potta í afgirta portinu, sem hann hefur hug á að byggja yfir, sem fólk geti skoðað. Engin eiginlega viðskipti fari fram á svæðinu. Þá veltir hann fyrir sér hvað hann eigi að gera í þeirri staðreynd að fiskbúðinni gangi vel og margir sæki hana heim. Sama sé uppi á teningnum hjá vinsælum bakaríum og ísbúðum. Það ætti að vera í þágu íbúa í hverfinu að hafa vinsæla starfsemi. Fólk vilji flytja í hverfi þar sem sé líf, góð bakarí, ísbúðir eða fiskverslun. Kristján segist ítrekað hafa óskað eftir því hjá Reykjavíkurborg að fá fleiri bílastæði teiknuð á lóð sína. Þau eru sjö sem stendur en Kristján fullyrðir að pláss sé fyrir fleiri bíla. Það sjáist á degi hverjum þegar fjöldi bíla komist fyrir á planinu. Reykjavíkurborg hafi hins vegar ekki gefið leyfi fyrir því. Íbúarnir kvarta ennfremur yfir því að gatnamót Sogavegar og Grensásvegar þoli ekki meiri umferð en nú sé. Því hafnar hins vegar umferðarverkfræðingur Reykjavíkurborgar. Auk þess bendir Kristján á að breytingarnar eigi ekki að hafa í för með sér neina breytingu á starfsemi nema að gera húsnæðið snyrtilegra. Það hljóti að vera allra hagur.Skilti sem Fiskikóngurinn setti á vegg sem varð ítrekað fyrir því að vera spreyjaður.Mynd/Kristján BergSkipulagsfulltrúi ósáttur Í umsögn skipulagsfulltrúa kemur fram að sú umgengni og umsvif sem fram fari á lóðinni geti ekki talist eðlileg miðað við rekstur fiskbúðar í íbúðarhverfi. Er þeim tilmælum beint til Fiskikóngsins að klára frágang lóðarinnar m.t.t. aðkomu og bílastæða auk þess sem látið verði af notkun hennar sem vörugeymslu fyrir heita potta og fiskikör í því magni sem nú sé. „Því miður kemur fiskur ekki til mín í umslagi,“ segir Kristján um stærð þeirra kara sem fiskurinn berst til hans í. Körin séu ávalt stór sama hve mikið magn hann fái af fiski. Þá bætist við að ekki megi blanda saman fisktegundum í körum. Stundum séu tíu til fimmtán kör í portinu af þeim sökum. Yrði byggt yfir portið myndu nágrannar og aðrir ekki sjá körin sem geymd yrðu í köldu og afgirtu rými. Hann sé með leyfi fyrir portinu eins og staðan sé núna. Hann vilji einfaldlega setja þak yfir.Eftir að skiltið var tekið niður árið 2012. Var hafmeyja máluð á hliðina og hefur veggurinn fengið að vera í friði síðan.Mynd/Kristján BergVill ekki í stríð við borgina Samskipti Fiskikóngsins við Reykjavíkurborg hafa ekki gengið auðveldlega fyrir sig undanfarin ár. Viðskiptavinir hafa til að mynda ítrekað keyrt á ljósastaur við lóð fiskbúðarinnar. Kristján hefur óskað eftir því að ljósastaurinn verði færður. Reykjavíkurborg hefur hins vegar neitað að færa staurinn og óskað eftir því að Kristján skipuleggi betur svæði sitt áður en ljósastaurnum verði fundinn nýr staður. „Ljósastaurinn er ennþá á sínum stað og fólk heldur áfram að klessa á hann, vikulega,“ segir Kristján sem sótt hefur um leyfi fyrir flutningi staursins. „Það er of dýrt að færa hann, og ég á að greiða fyrir flutning ef af verður. Hvernig er með borgina, á hún ekki að starfa fyrir borgarbúa? Gera borgina betri, og ef ljósastaurinn er fyrir borgarbúum, af hverju þá ekki að færa hann?“ spyr Kristján. Þá segist Kristján hafa lent í því ítrekað að húsnæði hans hafi verið spreyjað. Reglulega þurfti að mála stóran hvítan vegg á bakhlið hússins sem varð fyrir árásum spreyjara. Það vandamál hafi hann leyst með því að setja skilti á vegginn (eins og sést að ofan) en það var skammgóður vermir. Borgin óskaði eftir því að skiltið yrði fjarlægt þar sem það náði út fyrir lóðarmörk. Nokkra millimetra, nánar tiltekið sjö að sögn Kristjáns, eða sem nam þykkt skiltisins. „Eftir það lét ég atvinnumann í spreybrúsum mála hafmeyju á húsið og síðan þá hefur húsið fengið frið fyrir krökkum með spreybrúsa. Ég hef líka fengið frið frá Borgaryfrvöldum með hafmeyjuna,“ segir Kristján. Þrátt fyrir allt segist Kristján ekki vilja fara í stríð við borgina. Hann er þó svekktur með fullyrðingar að ekki sé snyrtilegt á lóð hans við Sogaveg. „Ég er sár yfir því að þetta sé komið í þennan farveg. Ég hef aldrei verið talinn ósnyrtilegur eða með skítugt í kringum mig,“ segir Kristján. Auk þess vilji hann umfram allt halda góðu sambandi við nágranna sína. „Ég græði ekkert á að vera í stríði við fólkið í hverfinu. Það myndi drepa minn business. Ef ég væri einhver sóði þá myndi enginn versla við mig.“ Í viðhengjum hér að neðan (PDF) má sjá teikningar arkitekta á þeim breytingum á húsnæði sínu sem Fiskikóngurinn hugðist gera, þ.e. hækkun veggja portsins um tvo metra, byggingu þaks yfir og timburklæðningu á veggina.
Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Sjá meira