Erlent

Kafnaði í pulsuátskeppni

Samúel Karl Ólason skrifar
Joey Chestnut borðaði 61 pulsu á tíu mínútum í New York.
Joey Chestnut borðaði 61 pulsu á tíu mínútum í New York. Vísir/AP
Pulsuátskeppni í Suður-Dakóta í Bandaríkjunum endaði illa þegar Walter Eagle Tail lést. Pulsa sat föst í öndunarfarvegi hans og sjúkraliðar náðu ekki að losa hana. Walter var 47 ára gamall.

Fógeti Custer sýslu sagði lífgunartilraunir hafa verið framkvæmdar á Walter en það hafi ekki borið árangur. „Þetta gerðist á nokkrum mínútum.“

Keppnisát er vinsælt í Bandaríkjunum um 4. júlí helgar, sem er þjóðhátíðardagur Bandaríkjanna. Um helgina át til dæmis Joey Chestnut 61 pulsu á tíu mínútum í árlegri keppni í New York.

Guardian hefur eftir George Shea, formanni Major League Eating, sem er nokkurs konar íþróttasamband keppnisáts, að skipuleggjendur slíkra keppna geri allt sem í valdi þeirra standi til að komast hjá því að svona atvik komi upp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×