Erlent

Fellibylur gengur yfir eyjaklasann Okinawa

Atli Ísleifsson skrifar
Vindhraðinn hefur mælst í kringum 70 metra á sekúndu.
Vindhraðinn hefur mælst í kringum 70 metra á sekúndu. Vísir/AFP
Japönsk yfirvöld hafa hvatt fleiri hundruð þúsunda íbúa eyjaklasans Okinawa til að leita skjóls vegna fellibylsins Neoguri sem gengur nú yfir eyjarnar. Vindhraðinn hefur mælst um 70 metrar á sekúndu og er varað við mikilli úrkomu og öldugangi.

BBC greinir frá því að flugum hafi verið aflýst og skólum lokað. Yfirvöld hafa beðið um 480 þúsund íbúa eyjanna að halda sig heima eða leita skjóls í björgunarmiðstöðvum á meðan stormurinn gengur yfir.

Að sögn lögreglu hafa þrír slasast í óveðrinu enn sem komið er og leit stendur yfir að týndum veiðimanni. Fjölmörg heimili eru án rafmagns og þá hafa kínversk yfirvöld varað við umferð skipa nærri eyjunum.

Eyjaklasann er að finna suður af stærstu eyjum Japan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×