Skiptir máli hvað er sagt en ekki hver segir það Hjörtur Hjartarson skrifar 8. júlí 2014 18:32 Hannes Hólmsteinn Gissurason kippir sér ekki upp við gagnrýni um þá ákvörðun að hann stýri rannsóknarvinnu um erlenda þætti efnahagshrunsins. Fólk eigi að horfa á það sem skrifað er frekar en hver skrifar. Sagnfræðingur segir það aftur á móti ómögulegt að aðskilja höfund og það sem hann skrifar. Fjármálaráðuneytið mun greiða félagsvísindastofnun Háskóla Íslands 10 milljónir króna fyrir verkefnið þar sem ætlunin er að meta erlenda áhrifaþætti á íslenska bankahrunið. Verkið skal taka eitt ár. Hannes segir að eðlilega hafi Íslendingar verið sjálfsgagnrýnir í kjölfar efnahagshrunsins á meðan hafi fjölmörgum spurningum ekki verið svarað. „Við horfum dálítið framhjá þessum erlendu áhrifaþáttum hrunsins. Eins og þeirri staðreynd að þegar við þurftum á aðstoð að halda, til þess að halda á floti okkar bönkum, eins og aðrar þjóðir sem þurftu að halda sínum bönkum á floti sem voru margir hverjir að hruni komnir, þá fengum við ekki aðstoð. Íslendingar voru skildir eftir úti á köldum klaka,“ segir Hannes Hólmsteinn Gissurason, prófessor viðHáskólaÍslands.Margir hafa lagt orð í belg og lýst furðu sinni á því að Hannes Hólmsteinn stýri verkefni sem þessu. Hannes sat í bankaráði Seðlabankans frá 2001 til 2009, var náinn ráðgjafi Davíð Oddssonar og áhrifamaður innan Sjálfstæðisflokksins. „Hversu mikið sem menn telja að ég hafi komið nálægt málum á Íslandi þá held ég að enginn geti nú sagt það að ég hafi haft einhver á áhrif á gerðir bandaríska eða breska seðlabankans eða á þær ákvarðanir sem teknar voru í New York, Washington og Lundúnum. Það er það sem ég er að rannsaka og ég tel mig tiltölulega fjarlægan því rannsóknarefni. Hannes segir ekki að um neinn hvítþvott á þætti Sjálfstæðisflokksins í efnahagshruninu verði að ræða í skýrslunni. Þekking og reynsla hans komi til með að hjálpa honum við verkefnið, frekar en að verða honum fjötur um fót „Við eigum að hætta að hugsa alltaf um hver segir eitthvað, við eigum frekar að hlusta á hvað hann segir og með hvaða rökum og hvaða gögn hann getur fært fram fyrir máli sínu,“ segir Hannes Hólmsteinn.Guðni Th. Jóhanesson, sagnfræðingurEn er málið svo einfalt? Skiptir engu máli hver skráir sögulega atburði? Jú, það skiptir máli að mati Guðna Th. Jóhannessonar, sagnfræðings. Hann segir það alþekkt að menn skrifi söguna á eigin forsendum. „Þótt flestir stefni að því að vera algjörlega hlutlægir þá er það ómögulegt. Við erum öll börn okkar tíma með okkar eigin dóma og fordóma,“ segir Guðni.„En hver getur þá skrifað niður söguna?“„Sem flestir. Það er þakkarvert að sem flestir rannsaki sem mest í hruninu eins og öðrum hlutum úr liðinni tíð. Svo verðum við bara að vita að það er enginn einn sannleikur í þessu.“ Öllu beri að taka með fyrirvara eins og sagan sýnir okkur. „Winston Churchill sagði að dómur sögunnar yrði honum hagstæður því hann ætlaði að skrifa hann sjálfur.“ Tengdar fréttir Sætir furðu hversu litlu fjármagni er varið í verkefnið "Þetta er bara brotabrot af því sem aðrar rannsóknarnefndir hafa kostað, til dæmis rannsóknarnefndir sparisjóðanna og húsnæðislánasjóðs. Það kostaði hundruð milljóna. Ég botna bara ekkert í þessu,“ segir Hannes Hólmsteinn Gissurarson. 7. júlí 2014 19:58 Hannes Hólmsteinn fenginn til að rannsaka bankahrunið Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor mun hafa umsjón með verkefni á vegum Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands þar sem metnir verða erlendir áhrifaþættir bankahrunsins haustið 2008. 7. júlí 2014 15:49 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Sjá meira
Hannes Hólmsteinn Gissurason kippir sér ekki upp við gagnrýni um þá ákvörðun að hann stýri rannsóknarvinnu um erlenda þætti efnahagshrunsins. Fólk eigi að horfa á það sem skrifað er frekar en hver skrifar. Sagnfræðingur segir það aftur á móti ómögulegt að aðskilja höfund og það sem hann skrifar. Fjármálaráðuneytið mun greiða félagsvísindastofnun Háskóla Íslands 10 milljónir króna fyrir verkefnið þar sem ætlunin er að meta erlenda áhrifaþætti á íslenska bankahrunið. Verkið skal taka eitt ár. Hannes segir að eðlilega hafi Íslendingar verið sjálfsgagnrýnir í kjölfar efnahagshrunsins á meðan hafi fjölmörgum spurningum ekki verið svarað. „Við horfum dálítið framhjá þessum erlendu áhrifaþáttum hrunsins. Eins og þeirri staðreynd að þegar við þurftum á aðstoð að halda, til þess að halda á floti okkar bönkum, eins og aðrar þjóðir sem þurftu að halda sínum bönkum á floti sem voru margir hverjir að hruni komnir, þá fengum við ekki aðstoð. Íslendingar voru skildir eftir úti á köldum klaka,“ segir Hannes Hólmsteinn Gissurason, prófessor viðHáskólaÍslands.Margir hafa lagt orð í belg og lýst furðu sinni á því að Hannes Hólmsteinn stýri verkefni sem þessu. Hannes sat í bankaráði Seðlabankans frá 2001 til 2009, var náinn ráðgjafi Davíð Oddssonar og áhrifamaður innan Sjálfstæðisflokksins. „Hversu mikið sem menn telja að ég hafi komið nálægt málum á Íslandi þá held ég að enginn geti nú sagt það að ég hafi haft einhver á áhrif á gerðir bandaríska eða breska seðlabankans eða á þær ákvarðanir sem teknar voru í New York, Washington og Lundúnum. Það er það sem ég er að rannsaka og ég tel mig tiltölulega fjarlægan því rannsóknarefni. Hannes segir ekki að um neinn hvítþvott á þætti Sjálfstæðisflokksins í efnahagshruninu verði að ræða í skýrslunni. Þekking og reynsla hans komi til með að hjálpa honum við verkefnið, frekar en að verða honum fjötur um fót „Við eigum að hætta að hugsa alltaf um hver segir eitthvað, við eigum frekar að hlusta á hvað hann segir og með hvaða rökum og hvaða gögn hann getur fært fram fyrir máli sínu,“ segir Hannes Hólmsteinn.Guðni Th. Jóhanesson, sagnfræðingurEn er málið svo einfalt? Skiptir engu máli hver skráir sögulega atburði? Jú, það skiptir máli að mati Guðna Th. Jóhannessonar, sagnfræðings. Hann segir það alþekkt að menn skrifi söguna á eigin forsendum. „Þótt flestir stefni að því að vera algjörlega hlutlægir þá er það ómögulegt. Við erum öll börn okkar tíma með okkar eigin dóma og fordóma,“ segir Guðni.„En hver getur þá skrifað niður söguna?“„Sem flestir. Það er þakkarvert að sem flestir rannsaki sem mest í hruninu eins og öðrum hlutum úr liðinni tíð. Svo verðum við bara að vita að það er enginn einn sannleikur í þessu.“ Öllu beri að taka með fyrirvara eins og sagan sýnir okkur. „Winston Churchill sagði að dómur sögunnar yrði honum hagstæður því hann ætlaði að skrifa hann sjálfur.“
Tengdar fréttir Sætir furðu hversu litlu fjármagni er varið í verkefnið "Þetta er bara brotabrot af því sem aðrar rannsóknarnefndir hafa kostað, til dæmis rannsóknarnefndir sparisjóðanna og húsnæðislánasjóðs. Það kostaði hundruð milljóna. Ég botna bara ekkert í þessu,“ segir Hannes Hólmsteinn Gissurarson. 7. júlí 2014 19:58 Hannes Hólmsteinn fenginn til að rannsaka bankahrunið Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor mun hafa umsjón með verkefni á vegum Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands þar sem metnir verða erlendir áhrifaþættir bankahrunsins haustið 2008. 7. júlí 2014 15:49 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Sjá meira
Sætir furðu hversu litlu fjármagni er varið í verkefnið "Þetta er bara brotabrot af því sem aðrar rannsóknarnefndir hafa kostað, til dæmis rannsóknarnefndir sparisjóðanna og húsnæðislánasjóðs. Það kostaði hundruð milljóna. Ég botna bara ekkert í þessu,“ segir Hannes Hólmsteinn Gissurarson. 7. júlí 2014 19:58
Hannes Hólmsteinn fenginn til að rannsaka bankahrunið Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor mun hafa umsjón með verkefni á vegum Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands þar sem metnir verða erlendir áhrifaþættir bankahrunsins haustið 2008. 7. júlí 2014 15:49