Skiptir máli hvað er sagt en ekki hver segir það Hjörtur Hjartarson skrifar 8. júlí 2014 18:32 Hannes Hólmsteinn Gissurason kippir sér ekki upp við gagnrýni um þá ákvörðun að hann stýri rannsóknarvinnu um erlenda þætti efnahagshrunsins. Fólk eigi að horfa á það sem skrifað er frekar en hver skrifar. Sagnfræðingur segir það aftur á móti ómögulegt að aðskilja höfund og það sem hann skrifar. Fjármálaráðuneytið mun greiða félagsvísindastofnun Háskóla Íslands 10 milljónir króna fyrir verkefnið þar sem ætlunin er að meta erlenda áhrifaþætti á íslenska bankahrunið. Verkið skal taka eitt ár. Hannes segir að eðlilega hafi Íslendingar verið sjálfsgagnrýnir í kjölfar efnahagshrunsins á meðan hafi fjölmörgum spurningum ekki verið svarað. „Við horfum dálítið framhjá þessum erlendu áhrifaþáttum hrunsins. Eins og þeirri staðreynd að þegar við þurftum á aðstoð að halda, til þess að halda á floti okkar bönkum, eins og aðrar þjóðir sem þurftu að halda sínum bönkum á floti sem voru margir hverjir að hruni komnir, þá fengum við ekki aðstoð. Íslendingar voru skildir eftir úti á köldum klaka,“ segir Hannes Hólmsteinn Gissurason, prófessor viðHáskólaÍslands.Margir hafa lagt orð í belg og lýst furðu sinni á því að Hannes Hólmsteinn stýri verkefni sem þessu. Hannes sat í bankaráði Seðlabankans frá 2001 til 2009, var náinn ráðgjafi Davíð Oddssonar og áhrifamaður innan Sjálfstæðisflokksins. „Hversu mikið sem menn telja að ég hafi komið nálægt málum á Íslandi þá held ég að enginn geti nú sagt það að ég hafi haft einhver á áhrif á gerðir bandaríska eða breska seðlabankans eða á þær ákvarðanir sem teknar voru í New York, Washington og Lundúnum. Það er það sem ég er að rannsaka og ég tel mig tiltölulega fjarlægan því rannsóknarefni. Hannes segir ekki að um neinn hvítþvott á þætti Sjálfstæðisflokksins í efnahagshruninu verði að ræða í skýrslunni. Þekking og reynsla hans komi til með að hjálpa honum við verkefnið, frekar en að verða honum fjötur um fót „Við eigum að hætta að hugsa alltaf um hver segir eitthvað, við eigum frekar að hlusta á hvað hann segir og með hvaða rökum og hvaða gögn hann getur fært fram fyrir máli sínu,“ segir Hannes Hólmsteinn.Guðni Th. Jóhanesson, sagnfræðingurEn er málið svo einfalt? Skiptir engu máli hver skráir sögulega atburði? Jú, það skiptir máli að mati Guðna Th. Jóhannessonar, sagnfræðings. Hann segir það alþekkt að menn skrifi söguna á eigin forsendum. „Þótt flestir stefni að því að vera algjörlega hlutlægir þá er það ómögulegt. Við erum öll börn okkar tíma með okkar eigin dóma og fordóma,“ segir Guðni.„En hver getur þá skrifað niður söguna?“„Sem flestir. Það er þakkarvert að sem flestir rannsaki sem mest í hruninu eins og öðrum hlutum úr liðinni tíð. Svo verðum við bara að vita að það er enginn einn sannleikur í þessu.“ Öllu beri að taka með fyrirvara eins og sagan sýnir okkur. „Winston Churchill sagði að dómur sögunnar yrði honum hagstæður því hann ætlaði að skrifa hann sjálfur.“ Tengdar fréttir Sætir furðu hversu litlu fjármagni er varið í verkefnið "Þetta er bara brotabrot af því sem aðrar rannsóknarnefndir hafa kostað, til dæmis rannsóknarnefndir sparisjóðanna og húsnæðislánasjóðs. Það kostaði hundruð milljóna. Ég botna bara ekkert í þessu,“ segir Hannes Hólmsteinn Gissurarson. 7. júlí 2014 19:58 Hannes Hólmsteinn fenginn til að rannsaka bankahrunið Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor mun hafa umsjón með verkefni á vegum Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands þar sem metnir verða erlendir áhrifaþættir bankahrunsins haustið 2008. 7. júlí 2014 15:49 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Sjá meira
Hannes Hólmsteinn Gissurason kippir sér ekki upp við gagnrýni um þá ákvörðun að hann stýri rannsóknarvinnu um erlenda þætti efnahagshrunsins. Fólk eigi að horfa á það sem skrifað er frekar en hver skrifar. Sagnfræðingur segir það aftur á móti ómögulegt að aðskilja höfund og það sem hann skrifar. Fjármálaráðuneytið mun greiða félagsvísindastofnun Háskóla Íslands 10 milljónir króna fyrir verkefnið þar sem ætlunin er að meta erlenda áhrifaþætti á íslenska bankahrunið. Verkið skal taka eitt ár. Hannes segir að eðlilega hafi Íslendingar verið sjálfsgagnrýnir í kjölfar efnahagshrunsins á meðan hafi fjölmörgum spurningum ekki verið svarað. „Við horfum dálítið framhjá þessum erlendu áhrifaþáttum hrunsins. Eins og þeirri staðreynd að þegar við þurftum á aðstoð að halda, til þess að halda á floti okkar bönkum, eins og aðrar þjóðir sem þurftu að halda sínum bönkum á floti sem voru margir hverjir að hruni komnir, þá fengum við ekki aðstoð. Íslendingar voru skildir eftir úti á köldum klaka,“ segir Hannes Hólmsteinn Gissurason, prófessor viðHáskólaÍslands.Margir hafa lagt orð í belg og lýst furðu sinni á því að Hannes Hólmsteinn stýri verkefni sem þessu. Hannes sat í bankaráði Seðlabankans frá 2001 til 2009, var náinn ráðgjafi Davíð Oddssonar og áhrifamaður innan Sjálfstæðisflokksins. „Hversu mikið sem menn telja að ég hafi komið nálægt málum á Íslandi þá held ég að enginn geti nú sagt það að ég hafi haft einhver á áhrif á gerðir bandaríska eða breska seðlabankans eða á þær ákvarðanir sem teknar voru í New York, Washington og Lundúnum. Það er það sem ég er að rannsaka og ég tel mig tiltölulega fjarlægan því rannsóknarefni. Hannes segir ekki að um neinn hvítþvott á þætti Sjálfstæðisflokksins í efnahagshruninu verði að ræða í skýrslunni. Þekking og reynsla hans komi til með að hjálpa honum við verkefnið, frekar en að verða honum fjötur um fót „Við eigum að hætta að hugsa alltaf um hver segir eitthvað, við eigum frekar að hlusta á hvað hann segir og með hvaða rökum og hvaða gögn hann getur fært fram fyrir máli sínu,“ segir Hannes Hólmsteinn.Guðni Th. Jóhanesson, sagnfræðingurEn er málið svo einfalt? Skiptir engu máli hver skráir sögulega atburði? Jú, það skiptir máli að mati Guðna Th. Jóhannessonar, sagnfræðings. Hann segir það alþekkt að menn skrifi söguna á eigin forsendum. „Þótt flestir stefni að því að vera algjörlega hlutlægir þá er það ómögulegt. Við erum öll börn okkar tíma með okkar eigin dóma og fordóma,“ segir Guðni.„En hver getur þá skrifað niður söguna?“„Sem flestir. Það er þakkarvert að sem flestir rannsaki sem mest í hruninu eins og öðrum hlutum úr liðinni tíð. Svo verðum við bara að vita að það er enginn einn sannleikur í þessu.“ Öllu beri að taka með fyrirvara eins og sagan sýnir okkur. „Winston Churchill sagði að dómur sögunnar yrði honum hagstæður því hann ætlaði að skrifa hann sjálfur.“
Tengdar fréttir Sætir furðu hversu litlu fjármagni er varið í verkefnið "Þetta er bara brotabrot af því sem aðrar rannsóknarnefndir hafa kostað, til dæmis rannsóknarnefndir sparisjóðanna og húsnæðislánasjóðs. Það kostaði hundruð milljóna. Ég botna bara ekkert í þessu,“ segir Hannes Hólmsteinn Gissurarson. 7. júlí 2014 19:58 Hannes Hólmsteinn fenginn til að rannsaka bankahrunið Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor mun hafa umsjón með verkefni á vegum Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands þar sem metnir verða erlendir áhrifaþættir bankahrunsins haustið 2008. 7. júlí 2014 15:49 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Sjá meira
Sætir furðu hversu litlu fjármagni er varið í verkefnið "Þetta er bara brotabrot af því sem aðrar rannsóknarnefndir hafa kostað, til dæmis rannsóknarnefndir sparisjóðanna og húsnæðislánasjóðs. Það kostaði hundruð milljóna. Ég botna bara ekkert í þessu,“ segir Hannes Hólmsteinn Gissurarson. 7. júlí 2014 19:58
Hannes Hólmsteinn fenginn til að rannsaka bankahrunið Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor mun hafa umsjón með verkefni á vegum Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands þar sem metnir verða erlendir áhrifaþættir bankahrunsins haustið 2008. 7. júlí 2014 15:49