Hannes Hólmsteinn fenginn til að rannsaka bankahrunið Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 7. júlí 2014 15:49 Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor Vísir/Valli Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor mun hafa umsjón með verkefni á vegum Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands þar sem metnir verða erlendir áhrifaþættir bankahrunsins haustið 2008. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu sem skrifaði í dag undir samning við stofnunina vegna verkefnisins. Miðað er við að verkefninu ljúki sumarið 2015. Verkefnið skiptist í fjóra megin hluta; rannsókn á forsendum bandaríska seðlabankans fyrir gjaldeyrisskiptasamningum og neitun á slíkum samningum, rannsókn á forsendum breska fjármálaeftirlitisins fyrir lokun sumra banka í fjármálakreppunni 2007–2008 og björgun annarra, rannsókn á forsendum bresku ríkisstjórnarinnar fyrir að nota lög gegn hryðjuverkum til að loka íslenskum banka og mat á tjóni íslenskra banka og fyrirtækja á skyndisölu ýmissa eigna, sem knúin var fram með ákvörðunum erlendra stjórnvalda eða fyrirtækja. Bæði innlendir og erlendir aðilar verða fengnir til aðstoðar, rætt við þá eða gagna aflað hjá þeim, eftir því sem kostur er samkvæmt tilkynningunni. Þar má nefna hagfræðinga, fyrrum fjármála- og forsætisráðherra í Bretlandi, fyrrum seðlabankastjóra Bretlands, fyrrum bankastjóra seðlabanka New-York ríkis og fleiri. Hvað íslenska banka og fyrirtæki snertir, má nefna að rætt verður við, eða aflað gagna hjá fyrrum forsvarsmönnum íslenskra banka og forsvarsmönnum slitastjórna bankanna. Verkið verður unnið á tímabilinu júlí 2014 til júlí 2015, en undirbúningur hófst haustið 2013. Frægt er þegar Hannes Hólmsteinn útskýrði íslenska efnahagsundrið sem gestur í Íslandi í dag haustið 2007. Tilefnið var fyrirlestur sem hann hélt í Háskóla Íslands daginn eftir um sama málefni. Viðtalið má sjá hér að neðan. Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor mun hafa umsjón með verkefni á vegum Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands þar sem metnir verða erlendir áhrifaþættir bankahrunsins haustið 2008. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu sem skrifaði í dag undir samning við stofnunina vegna verkefnisins. Miðað er við að verkefninu ljúki sumarið 2015. Verkefnið skiptist í fjóra megin hluta; rannsókn á forsendum bandaríska seðlabankans fyrir gjaldeyrisskiptasamningum og neitun á slíkum samningum, rannsókn á forsendum breska fjármálaeftirlitisins fyrir lokun sumra banka í fjármálakreppunni 2007–2008 og björgun annarra, rannsókn á forsendum bresku ríkisstjórnarinnar fyrir að nota lög gegn hryðjuverkum til að loka íslenskum banka og mat á tjóni íslenskra banka og fyrirtækja á skyndisölu ýmissa eigna, sem knúin var fram með ákvörðunum erlendra stjórnvalda eða fyrirtækja. Bæði innlendir og erlendir aðilar verða fengnir til aðstoðar, rætt við þá eða gagna aflað hjá þeim, eftir því sem kostur er samkvæmt tilkynningunni. Þar má nefna hagfræðinga, fyrrum fjármála- og forsætisráðherra í Bretlandi, fyrrum seðlabankastjóra Bretlands, fyrrum bankastjóra seðlabanka New-York ríkis og fleiri. Hvað íslenska banka og fyrirtæki snertir, má nefna að rætt verður við, eða aflað gagna hjá fyrrum forsvarsmönnum íslenskra banka og forsvarsmönnum slitastjórna bankanna. Verkið verður unnið á tímabilinu júlí 2014 til júlí 2015, en undirbúningur hófst haustið 2013. Frægt er þegar Hannes Hólmsteinn útskýrði íslenska efnahagsundrið sem gestur í Íslandi í dag haustið 2007. Tilefnið var fyrirlestur sem hann hélt í Háskóla Íslands daginn eftir um sama málefni. Viðtalið má sjá hér að neðan.
Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira