Sætir furðu hversu litlu fjármagni er varið í verkefnið Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 7. júlí 2014 19:58 Hannes Hólmsteinn Gissurarson vísir/stefán Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði og umsjónarmaður verkefnis Félagsvísindastofnunar um að rannsaka erlenda þætti í bankahruninu á Íslandi árið 2008, segir það sæta furðu hversu litlu fjármagni sé veitt í verkefnið, þarna sé um stórt og viðamikið verkefni að ræða og nauðsynlegt sé að grafast fyrir um ákvarðanir erlendra stjórnvalda sem snerta Ísland og íslensku bankana í hruninu. Nauðsynlegt sé að finna út hvers vegna hryðjuverkalögin voru sett á Íslendinga og hvers vegna Bandaríkjamenn neituðu Íslendingum um aðstoð, þegar Bandaríkin höfðu þegar veitt öðrum þjóðum nauðsynlega aðstoð. „Þetta er bara brotabrot af því sem aðrar rannsóknarnefndir hafa kostað, til dæmis rannsóknarnefndir sparisjóðanna og húsnæðislánasjóðs. Það kostaði hundruð milljóna. Ég botna bara ekkert í þessu,“ segir Hannes, en fjármálaráðuneytið kemur til með að styrkja verkefni Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands um tíu milljónir króna. Birgir Þór Runólfsson, fyrrverandi stjórnarmaður SPKef og dósent í Hagfræði og Ásgeir Jónsson fyrrverandi yfirmaður greiningadeildar Kaupþings og dósent í hagfræði eru meðal þeirra sem munu starfa með Hannesi í verkefninu. „Ég fæ ekkert fyrir þetta. En ég tel mig verða að gegna minni borgaralegu skyldu sem Íslendingur og skoða málstað Íslands gagnvart öðrum þjóðum.“Telur Breta hafa farið offari Lagt verður mat á hvaða áhrif erlendar ákvarðanir höfðu á bankahrunið og telur Hannes að Bretar hafi farið offari með að setja hryðjuverkalög á Íslendinga og að nauðsynlegt sé að komast að því hvers vegna þessi ákvörðun var tekin. „Ég hef rætt við Allister Darling, fjármálaráðherra Bretlands, og kem til með að ræða við fleiri fræðimenn, til dæmis seðlabankastjóra nokkurra landa. Ef þeir vilja ekki tala við mig, sem myndi koma mér á óvart, þá verður bara að hafa það en það verður að grafast fyrir um það hvers vegna þessi hryðjuverkalög voru sett.“ Þá segir hann jafnframt skipta miklu máli að komast að því hvers vegna Bretar neituðu að bjarga breskum bönkum í eigu Íslendinga og þeir látnir falla, en ekki öðrum breskum bönkum í eigu annarra erlendra aðila. „KFS og Kaupþing. Þeir voru báðir breskir bankar en ekkert meira í eigu útlendinga en aðrir bankar í Bretlandi,“ segir Hannes. „Þá er það jafnframt ákvörðun bandaríska seðlabankans að aðstoða okkur ekki eins og aðra, til dæmis danska seðlabankanum og svissneska.“Nú hefur þú sætt töluverðri gagnrýni vegna málsins, og fólk missátt með að þú skulir hafa verið skipaður í þessa stöðu. Hvers vegna heldurðu að það sé?„Ég held nú að það eigi ekki að skipta máli hver skrifar og hvað er skrifað. Og það skiptir sérstaklega ekki máli því þetta er skýrsla sem er á ensku og fer til erlendra aðila. Þá skiptir ekki máli þó menn kunni að vera umdeildir á Íslandi,“ segir Hannes. Tengdar fréttir Hannes Hólmsteinn fenginn til að rannsaka bankahrunið Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor mun hafa umsjón með verkefni á vegum Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands þar sem metnir verða erlendir áhrifaþættir bankahrunsins haustið 2008. 7. júlí 2014 15:49 Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sjá meira
Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði og umsjónarmaður verkefnis Félagsvísindastofnunar um að rannsaka erlenda þætti í bankahruninu á Íslandi árið 2008, segir það sæta furðu hversu litlu fjármagni sé veitt í verkefnið, þarna sé um stórt og viðamikið verkefni að ræða og nauðsynlegt sé að grafast fyrir um ákvarðanir erlendra stjórnvalda sem snerta Ísland og íslensku bankana í hruninu. Nauðsynlegt sé að finna út hvers vegna hryðjuverkalögin voru sett á Íslendinga og hvers vegna Bandaríkjamenn neituðu Íslendingum um aðstoð, þegar Bandaríkin höfðu þegar veitt öðrum þjóðum nauðsynlega aðstoð. „Þetta er bara brotabrot af því sem aðrar rannsóknarnefndir hafa kostað, til dæmis rannsóknarnefndir sparisjóðanna og húsnæðislánasjóðs. Það kostaði hundruð milljóna. Ég botna bara ekkert í þessu,“ segir Hannes, en fjármálaráðuneytið kemur til með að styrkja verkefni Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands um tíu milljónir króna. Birgir Þór Runólfsson, fyrrverandi stjórnarmaður SPKef og dósent í Hagfræði og Ásgeir Jónsson fyrrverandi yfirmaður greiningadeildar Kaupþings og dósent í hagfræði eru meðal þeirra sem munu starfa með Hannesi í verkefninu. „Ég fæ ekkert fyrir þetta. En ég tel mig verða að gegna minni borgaralegu skyldu sem Íslendingur og skoða málstað Íslands gagnvart öðrum þjóðum.“Telur Breta hafa farið offari Lagt verður mat á hvaða áhrif erlendar ákvarðanir höfðu á bankahrunið og telur Hannes að Bretar hafi farið offari með að setja hryðjuverkalög á Íslendinga og að nauðsynlegt sé að komast að því hvers vegna þessi ákvörðun var tekin. „Ég hef rætt við Allister Darling, fjármálaráðherra Bretlands, og kem til með að ræða við fleiri fræðimenn, til dæmis seðlabankastjóra nokkurra landa. Ef þeir vilja ekki tala við mig, sem myndi koma mér á óvart, þá verður bara að hafa það en það verður að grafast fyrir um það hvers vegna þessi hryðjuverkalög voru sett.“ Þá segir hann jafnframt skipta miklu máli að komast að því hvers vegna Bretar neituðu að bjarga breskum bönkum í eigu Íslendinga og þeir látnir falla, en ekki öðrum breskum bönkum í eigu annarra erlendra aðila. „KFS og Kaupþing. Þeir voru báðir breskir bankar en ekkert meira í eigu útlendinga en aðrir bankar í Bretlandi,“ segir Hannes. „Þá er það jafnframt ákvörðun bandaríska seðlabankans að aðstoða okkur ekki eins og aðra, til dæmis danska seðlabankanum og svissneska.“Nú hefur þú sætt töluverðri gagnrýni vegna málsins, og fólk missátt með að þú skulir hafa verið skipaður í þessa stöðu. Hvers vegna heldurðu að það sé?„Ég held nú að það eigi ekki að skipta máli hver skrifar og hvað er skrifað. Og það skiptir sérstaklega ekki máli því þetta er skýrsla sem er á ensku og fer til erlendra aðila. Þá skiptir ekki máli þó menn kunni að vera umdeildir á Íslandi,“ segir Hannes.
Tengdar fréttir Hannes Hólmsteinn fenginn til að rannsaka bankahrunið Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor mun hafa umsjón með verkefni á vegum Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands þar sem metnir verða erlendir áhrifaþættir bankahrunsins haustið 2008. 7. júlí 2014 15:49 Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sjá meira
Hannes Hólmsteinn fenginn til að rannsaka bankahrunið Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor mun hafa umsjón með verkefni á vegum Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands þar sem metnir verða erlendir áhrifaþættir bankahrunsins haustið 2008. 7. júlí 2014 15:49