Sætir furðu hversu litlu fjármagni er varið í verkefnið Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 7. júlí 2014 19:58 Hannes Hólmsteinn Gissurarson vísir/stefán Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði og umsjónarmaður verkefnis Félagsvísindastofnunar um að rannsaka erlenda þætti í bankahruninu á Íslandi árið 2008, segir það sæta furðu hversu litlu fjármagni sé veitt í verkefnið, þarna sé um stórt og viðamikið verkefni að ræða og nauðsynlegt sé að grafast fyrir um ákvarðanir erlendra stjórnvalda sem snerta Ísland og íslensku bankana í hruninu. Nauðsynlegt sé að finna út hvers vegna hryðjuverkalögin voru sett á Íslendinga og hvers vegna Bandaríkjamenn neituðu Íslendingum um aðstoð, þegar Bandaríkin höfðu þegar veitt öðrum þjóðum nauðsynlega aðstoð. „Þetta er bara brotabrot af því sem aðrar rannsóknarnefndir hafa kostað, til dæmis rannsóknarnefndir sparisjóðanna og húsnæðislánasjóðs. Það kostaði hundruð milljóna. Ég botna bara ekkert í þessu,“ segir Hannes, en fjármálaráðuneytið kemur til með að styrkja verkefni Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands um tíu milljónir króna. Birgir Þór Runólfsson, fyrrverandi stjórnarmaður SPKef og dósent í Hagfræði og Ásgeir Jónsson fyrrverandi yfirmaður greiningadeildar Kaupþings og dósent í hagfræði eru meðal þeirra sem munu starfa með Hannesi í verkefninu. „Ég fæ ekkert fyrir þetta. En ég tel mig verða að gegna minni borgaralegu skyldu sem Íslendingur og skoða málstað Íslands gagnvart öðrum þjóðum.“Telur Breta hafa farið offari Lagt verður mat á hvaða áhrif erlendar ákvarðanir höfðu á bankahrunið og telur Hannes að Bretar hafi farið offari með að setja hryðjuverkalög á Íslendinga og að nauðsynlegt sé að komast að því hvers vegna þessi ákvörðun var tekin. „Ég hef rætt við Allister Darling, fjármálaráðherra Bretlands, og kem til með að ræða við fleiri fræðimenn, til dæmis seðlabankastjóra nokkurra landa. Ef þeir vilja ekki tala við mig, sem myndi koma mér á óvart, þá verður bara að hafa það en það verður að grafast fyrir um það hvers vegna þessi hryðjuverkalög voru sett.“ Þá segir hann jafnframt skipta miklu máli að komast að því hvers vegna Bretar neituðu að bjarga breskum bönkum í eigu Íslendinga og þeir látnir falla, en ekki öðrum breskum bönkum í eigu annarra erlendra aðila. „KFS og Kaupþing. Þeir voru báðir breskir bankar en ekkert meira í eigu útlendinga en aðrir bankar í Bretlandi,“ segir Hannes. „Þá er það jafnframt ákvörðun bandaríska seðlabankans að aðstoða okkur ekki eins og aðra, til dæmis danska seðlabankanum og svissneska.“Nú hefur þú sætt töluverðri gagnrýni vegna málsins, og fólk missátt með að þú skulir hafa verið skipaður í þessa stöðu. Hvers vegna heldurðu að það sé?„Ég held nú að það eigi ekki að skipta máli hver skrifar og hvað er skrifað. Og það skiptir sérstaklega ekki máli því þetta er skýrsla sem er á ensku og fer til erlendra aðila. Þá skiptir ekki máli þó menn kunni að vera umdeildir á Íslandi,“ segir Hannes. Tengdar fréttir Hannes Hólmsteinn fenginn til að rannsaka bankahrunið Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor mun hafa umsjón með verkefni á vegum Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands þar sem metnir verða erlendir áhrifaþættir bankahrunsins haustið 2008. 7. júlí 2014 15:49 Mest lesið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Viðskipti innlent Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Viðskipti innlent Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent Sorglega lítið að frétta af árangri kynjakvóta í jafnréttisparadís Framúrskarandi fyrirtæki „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Sjá meira
Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði og umsjónarmaður verkefnis Félagsvísindastofnunar um að rannsaka erlenda þætti í bankahruninu á Íslandi árið 2008, segir það sæta furðu hversu litlu fjármagni sé veitt í verkefnið, þarna sé um stórt og viðamikið verkefni að ræða og nauðsynlegt sé að grafast fyrir um ákvarðanir erlendra stjórnvalda sem snerta Ísland og íslensku bankana í hruninu. Nauðsynlegt sé að finna út hvers vegna hryðjuverkalögin voru sett á Íslendinga og hvers vegna Bandaríkjamenn neituðu Íslendingum um aðstoð, þegar Bandaríkin höfðu þegar veitt öðrum þjóðum nauðsynlega aðstoð. „Þetta er bara brotabrot af því sem aðrar rannsóknarnefndir hafa kostað, til dæmis rannsóknarnefndir sparisjóðanna og húsnæðislánasjóðs. Það kostaði hundruð milljóna. Ég botna bara ekkert í þessu,“ segir Hannes, en fjármálaráðuneytið kemur til með að styrkja verkefni Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands um tíu milljónir króna. Birgir Þór Runólfsson, fyrrverandi stjórnarmaður SPKef og dósent í Hagfræði og Ásgeir Jónsson fyrrverandi yfirmaður greiningadeildar Kaupþings og dósent í hagfræði eru meðal þeirra sem munu starfa með Hannesi í verkefninu. „Ég fæ ekkert fyrir þetta. En ég tel mig verða að gegna minni borgaralegu skyldu sem Íslendingur og skoða málstað Íslands gagnvart öðrum þjóðum.“Telur Breta hafa farið offari Lagt verður mat á hvaða áhrif erlendar ákvarðanir höfðu á bankahrunið og telur Hannes að Bretar hafi farið offari með að setja hryðjuverkalög á Íslendinga og að nauðsynlegt sé að komast að því hvers vegna þessi ákvörðun var tekin. „Ég hef rætt við Allister Darling, fjármálaráðherra Bretlands, og kem til með að ræða við fleiri fræðimenn, til dæmis seðlabankastjóra nokkurra landa. Ef þeir vilja ekki tala við mig, sem myndi koma mér á óvart, þá verður bara að hafa það en það verður að grafast fyrir um það hvers vegna þessi hryðjuverkalög voru sett.“ Þá segir hann jafnframt skipta miklu máli að komast að því hvers vegna Bretar neituðu að bjarga breskum bönkum í eigu Íslendinga og þeir látnir falla, en ekki öðrum breskum bönkum í eigu annarra erlendra aðila. „KFS og Kaupþing. Þeir voru báðir breskir bankar en ekkert meira í eigu útlendinga en aðrir bankar í Bretlandi,“ segir Hannes. „Þá er það jafnframt ákvörðun bandaríska seðlabankans að aðstoða okkur ekki eins og aðra, til dæmis danska seðlabankanum og svissneska.“Nú hefur þú sætt töluverðri gagnrýni vegna málsins, og fólk missátt með að þú skulir hafa verið skipaður í þessa stöðu. Hvers vegna heldurðu að það sé?„Ég held nú að það eigi ekki að skipta máli hver skrifar og hvað er skrifað. Og það skiptir sérstaklega ekki máli því þetta er skýrsla sem er á ensku og fer til erlendra aðila. Þá skiptir ekki máli þó menn kunni að vera umdeildir á Íslandi,“ segir Hannes.
Tengdar fréttir Hannes Hólmsteinn fenginn til að rannsaka bankahrunið Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor mun hafa umsjón með verkefni á vegum Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands þar sem metnir verða erlendir áhrifaþættir bankahrunsins haustið 2008. 7. júlí 2014 15:49 Mest lesið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Viðskipti innlent Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Viðskipti innlent Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent Sorglega lítið að frétta af árangri kynjakvóta í jafnréttisparadís Framúrskarandi fyrirtæki „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Sjá meira
Hannes Hólmsteinn fenginn til að rannsaka bankahrunið Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor mun hafa umsjón með verkefni á vegum Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands þar sem metnir verða erlendir áhrifaþættir bankahrunsins haustið 2008. 7. júlí 2014 15:49
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur