Fótbolti

Scolari bað brasilísku þjóðina afsökunar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
„Hver ber ábyrgð á úrslitunum? Það er ég,“ sagði Luiz Felipe Scolari, landsliðsþjálfari Brasilíu, eftir 7-1 tap gegn Þýskalandi í undanúrslitum HM í kvöld.

„Það má kenna okkur öllum um úrslit leiksins en ég er sá sem stillti upp byrjunarliðinu og lagði upp leikinn. Það var mitt val,“ bætti hann við.

„Við reyndum hvað við gátum og gerðum okkar besta. En við mættum í kvöld frábæru þýsku liði. Við brugðumst ekki við því að lenda undir og Þjóðverjarnir geta ekki einu sinni útskýrt hvað gerðist.“

„Skilaboð mín til brasilísku þjóðarinnar eru þessi. Vinsamlegast fyrirgefið okkur fyrir þessa frammistöðu. Mér þykir leitt að okkur tókst ekki að komast í úrslitaleikinn.“

„Við ætlum að reyna að vinna leikinn um þriðja sætið. Við höfum enn eitthvað til að keppa að.“


Tengdar fréttir

Klose sló met Ronaldo

Miroslav Klose er nú orðinn markahæsti leikmaður í sögu úrslitakeppni HM.

Brasilía grét | Myndir

Leikmenn og stuðningsmenn Brasilíu voru óhuggandi eftir stórtapið gegn Þýskalandi í kvöld.

Tap Brasilíu metjöfnun

Ófá met féllu hjá brasilíska landsliðinu í kvöld. Kvöldið er eitt hið versta í knattspyrnusögu þessa fimmfalda heimsmeistara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×