Erlent

Flóttafólk frá Afríku aldrei fleira

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Ítölsk stjórnvöld segja að rúmlega sextíu þúsund flóttamenn hafi þegar náð ströndum suður Ítalíu á þessu ári.
Ítölsk stjórnvöld segja að rúmlega sextíu þúsund flóttamenn hafi þegar náð ströndum suður Ítalíu á þessu ári. ap
Ítalski sjóherinn fann í nótt lík um þrjátíu flóttamanna um borð í báti sem var á leið frá Norður-Afríku til stranda Sikileyjar.

Liðsmenn strandgæslunnar fóru um borð í bátinn þar sem talið var að fólk væri í hættu og fundu þeir þá fólkið neðan þilja og lítur út fyrir að þau hafi kafnað. Alls voru um 600 flóttamenn um borð í bátnum.

Ítölsk stjórnvöld segja að rúmlega sextíu þúsund flóttamenn hafi þegar náð ströndum suður Ítalíu á þessu ári og ljóst sé að met sem sett var árið 2011 þegar 63 þúsund flóttamenn komu til landsins frá Afríku, verði slegið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×