Enski boltinn

Swansea ekki búið að selja Michu

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Michu skoraði 18 mörk á sinni fyrstu leiktíð í úrvalsdeildinni en tvö á annarri leiktíðinni.
Michu skoraði 18 mörk á sinni fyrstu leiktíð í úrvalsdeildinni en tvö á annarri leiktíðinni. vísir/getty
Huw Jenkins, stjórnarformaður Swansea í ensku úrvalsdeildinni, þvertekur fyrir að félagið sé búið að selja spænska framherjann Michu til Napoli eins og ítalskir miðlar héldu fram um helgina.

Í þeim var fullyrt að Michu væri búinn að gangast undir læknisskoðun hjá Napoli og væri við það að semja við ítalska félagið, en svo er ekki.

Ekki er vitað nákvæmlega hvað Swansea ætla sér að gera með Michu, en velska félagið samdi við franska framherjann BafétimbiGomis síðastliðinn föstudag. Það er nú með þrjá ansi öfluga framherja; Michu, Wilfried Bony og Gomis, og tæpt að allir geti spilað í einu.

„Ef eitthvað er til í þessum fréttum þá virðist mikill áhugi vera á Michu. Frá okkar bæjardyrum séð get ég sagt ykkur að við höfum ekki fengið nein tilboð í Michu,“ segir Jenkins í samtali við South Wales Evening Post.

„Það eina sem ég get sagt ykkur er að GaryMonk [knattspyrnustjóri Swansea] mun hitta Michu í vikunni þegar hann kemur aftur til okkar.“

Michu á tvö ár eftir af samningi sínum við Swansea. Hann fór á kostum á sinni fyrstu leiktíð í ensku úrvalsdeildinni en var mikið meiddur á þeirri síðustu og skoraði aðeins tvö mörk í 15 deildarleikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×