Verður Benzema án matar og drykkjar í hálfan sjötta tíma fyrir leik? Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. júní 2014 13:00 Karim Benzema verður í eldínunni með Frakklandi gegn Sviss í dag. vísir/getty Í fyrsta skipti síðan 1986 stangast Ramadan á við heimsmeistarakeppnina í fótbolta, en eðlilega hafa margir velt fyrir sér hvernig leikmenn á mótinu sem eru múslimatrúar ætli að bregðast við. Ramadan er níundi mánuðurinn er íslamska dagatalinu og í honum þurfa allir múslimar að fasta. Þeir hvorki borða né drekka frá sólarupprisu til sólarlags. Knattspyrnulandslið Alsír hefur fengið leyfi til að sniðganga föstuna, að því fram kemur í frétt Daily Mail, og verða leikmenn liðsins því í góðu standi fyrir leikinn gegn Þýskalandi í kvöld.Mesut Özil sinnir ekki föstunni á Ramadan.vísir/gettyMesut Özil, leikmaður Arsenal og Þýskalands, er líklega frægasti músliminn í þýska liðinu, en hann viðurkennir fúslega að hann sinni föstunni ekki sem skildi. „Vegna starfsins míns get ég ekki fylgt Ramadan almennilega. Ég get það bara í nokkra daga á hverju ári, þegar ég á frí. Á hinum dögunum er það ómögulegt því ég verð að borða mikið og drekka mikið til að halda mér í fomri,“ segir Özil. Leikmenn eins og bræðurnir Koló og YayaTouré eru múslimar og fasta þegar Ramadan ber upp. Þó þeir séu á fullu í ensku úrvalsdeildinni borða þeir hvorki né drekka frá dögun til sólarlags á meðan Ramadan stendur yfir. „Þetta er erfitt fyrstu dagana en svo venst líkaminn þessu,“ sagði Touré eitt sinn í viðtali. Hann þarf ekki að hafa áhyggjur af þessu núna enda Fílabeinsströndin úr leik á HM.Alsíringar hafa fengið leyfi til að fasta ekki.vísir/gettySvo virðist sem stærsta nafnið sem verður án matar og drykkjar fyrir leik í dag sé Karim Benzema, framherji Fraklands. Hann er sagður staðfastur múslimi sem fastar ávallt á Ramadan. Sjálfur hefur Benzema ekki rætt um þetta á HM, en ef satt reynist þá borðar hann morgunmat, það sem múslimar kalla Suhur, um 7.00 að staðartíma í Brasilíuborg í dag. Hann verður svo án matar í hálfan sjötta tíma fram að leik liðsins gegn Nígeríu sem hefst klukkan 13.00 að staðartíma. Sólarupprisa er klukkan 7.22 í Brasilíuborg í dag og eftir það má Benzema hvorki borða né drekka. Það hjálpar honum, sem og öðrum múslimum stöddum í Brasilíu, að þar er vetur og sest sólin því snemma. Sólarlag er klukkan 17.36 í Brasilíuborg þannig Benzema getur hlaðið rafhlöðurnar tveimur og hálfum tíma eftir að leikurinn klárast. HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Fleiri fréttir Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Sjá meira
Í fyrsta skipti síðan 1986 stangast Ramadan á við heimsmeistarakeppnina í fótbolta, en eðlilega hafa margir velt fyrir sér hvernig leikmenn á mótinu sem eru múslimatrúar ætli að bregðast við. Ramadan er níundi mánuðurinn er íslamska dagatalinu og í honum þurfa allir múslimar að fasta. Þeir hvorki borða né drekka frá sólarupprisu til sólarlags. Knattspyrnulandslið Alsír hefur fengið leyfi til að sniðganga föstuna, að því fram kemur í frétt Daily Mail, og verða leikmenn liðsins því í góðu standi fyrir leikinn gegn Þýskalandi í kvöld.Mesut Özil sinnir ekki föstunni á Ramadan.vísir/gettyMesut Özil, leikmaður Arsenal og Þýskalands, er líklega frægasti músliminn í þýska liðinu, en hann viðurkennir fúslega að hann sinni föstunni ekki sem skildi. „Vegna starfsins míns get ég ekki fylgt Ramadan almennilega. Ég get það bara í nokkra daga á hverju ári, þegar ég á frí. Á hinum dögunum er það ómögulegt því ég verð að borða mikið og drekka mikið til að halda mér í fomri,“ segir Özil. Leikmenn eins og bræðurnir Koló og YayaTouré eru múslimar og fasta þegar Ramadan ber upp. Þó þeir séu á fullu í ensku úrvalsdeildinni borða þeir hvorki né drekka frá dögun til sólarlags á meðan Ramadan stendur yfir. „Þetta er erfitt fyrstu dagana en svo venst líkaminn þessu,“ sagði Touré eitt sinn í viðtali. Hann þarf ekki að hafa áhyggjur af þessu núna enda Fílabeinsströndin úr leik á HM.Alsíringar hafa fengið leyfi til að fasta ekki.vísir/gettySvo virðist sem stærsta nafnið sem verður án matar og drykkjar fyrir leik í dag sé Karim Benzema, framherji Fraklands. Hann er sagður staðfastur múslimi sem fastar ávallt á Ramadan. Sjálfur hefur Benzema ekki rætt um þetta á HM, en ef satt reynist þá borðar hann morgunmat, það sem múslimar kalla Suhur, um 7.00 að staðartíma í Brasilíuborg í dag. Hann verður svo án matar í hálfan sjötta tíma fram að leik liðsins gegn Nígeríu sem hefst klukkan 13.00 að staðartíma. Sólarupprisa er klukkan 7.22 í Brasilíuborg í dag og eftir það má Benzema hvorki borða né drekka. Það hjálpar honum, sem og öðrum múslimum stöddum í Brasilíu, að þar er vetur og sest sólin því snemma. Sólarlag er klukkan 17.36 í Brasilíuborg þannig Benzema getur hlaðið rafhlöðurnar tveimur og hálfum tíma eftir að leikurinn klárast.
HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Fleiri fréttir Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Sjá meira