Verður Benzema án matar og drykkjar í hálfan sjötta tíma fyrir leik? Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. júní 2014 13:00 Karim Benzema verður í eldínunni með Frakklandi gegn Sviss í dag. vísir/getty Í fyrsta skipti síðan 1986 stangast Ramadan á við heimsmeistarakeppnina í fótbolta, en eðlilega hafa margir velt fyrir sér hvernig leikmenn á mótinu sem eru múslimatrúar ætli að bregðast við. Ramadan er níundi mánuðurinn er íslamska dagatalinu og í honum þurfa allir múslimar að fasta. Þeir hvorki borða né drekka frá sólarupprisu til sólarlags. Knattspyrnulandslið Alsír hefur fengið leyfi til að sniðganga föstuna, að því fram kemur í frétt Daily Mail, og verða leikmenn liðsins því í góðu standi fyrir leikinn gegn Þýskalandi í kvöld.Mesut Özil sinnir ekki föstunni á Ramadan.vísir/gettyMesut Özil, leikmaður Arsenal og Þýskalands, er líklega frægasti músliminn í þýska liðinu, en hann viðurkennir fúslega að hann sinni föstunni ekki sem skildi. „Vegna starfsins míns get ég ekki fylgt Ramadan almennilega. Ég get það bara í nokkra daga á hverju ári, þegar ég á frí. Á hinum dögunum er það ómögulegt því ég verð að borða mikið og drekka mikið til að halda mér í fomri,“ segir Özil. Leikmenn eins og bræðurnir Koló og YayaTouré eru múslimar og fasta þegar Ramadan ber upp. Þó þeir séu á fullu í ensku úrvalsdeildinni borða þeir hvorki né drekka frá dögun til sólarlags á meðan Ramadan stendur yfir. „Þetta er erfitt fyrstu dagana en svo venst líkaminn þessu,“ sagði Touré eitt sinn í viðtali. Hann þarf ekki að hafa áhyggjur af þessu núna enda Fílabeinsströndin úr leik á HM.Alsíringar hafa fengið leyfi til að fasta ekki.vísir/gettySvo virðist sem stærsta nafnið sem verður án matar og drykkjar fyrir leik í dag sé Karim Benzema, framherji Fraklands. Hann er sagður staðfastur múslimi sem fastar ávallt á Ramadan. Sjálfur hefur Benzema ekki rætt um þetta á HM, en ef satt reynist þá borðar hann morgunmat, það sem múslimar kalla Suhur, um 7.00 að staðartíma í Brasilíuborg í dag. Hann verður svo án matar í hálfan sjötta tíma fram að leik liðsins gegn Nígeríu sem hefst klukkan 13.00 að staðartíma. Sólarupprisa er klukkan 7.22 í Brasilíuborg í dag og eftir það má Benzema hvorki borða né drekka. Það hjálpar honum, sem og öðrum múslimum stöddum í Brasilíu, að þar er vetur og sest sólin því snemma. Sólarlag er klukkan 17.36 í Brasilíuborg þannig Benzema getur hlaðið rafhlöðurnar tveimur og hálfum tíma eftir að leikurinn klárast. HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Fleiri fréttir Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Sjá meira
Í fyrsta skipti síðan 1986 stangast Ramadan á við heimsmeistarakeppnina í fótbolta, en eðlilega hafa margir velt fyrir sér hvernig leikmenn á mótinu sem eru múslimatrúar ætli að bregðast við. Ramadan er níundi mánuðurinn er íslamska dagatalinu og í honum þurfa allir múslimar að fasta. Þeir hvorki borða né drekka frá sólarupprisu til sólarlags. Knattspyrnulandslið Alsír hefur fengið leyfi til að sniðganga föstuna, að því fram kemur í frétt Daily Mail, og verða leikmenn liðsins því í góðu standi fyrir leikinn gegn Þýskalandi í kvöld.Mesut Özil sinnir ekki föstunni á Ramadan.vísir/gettyMesut Özil, leikmaður Arsenal og Þýskalands, er líklega frægasti músliminn í þýska liðinu, en hann viðurkennir fúslega að hann sinni föstunni ekki sem skildi. „Vegna starfsins míns get ég ekki fylgt Ramadan almennilega. Ég get það bara í nokkra daga á hverju ári, þegar ég á frí. Á hinum dögunum er það ómögulegt því ég verð að borða mikið og drekka mikið til að halda mér í fomri,“ segir Özil. Leikmenn eins og bræðurnir Koló og YayaTouré eru múslimar og fasta þegar Ramadan ber upp. Þó þeir séu á fullu í ensku úrvalsdeildinni borða þeir hvorki né drekka frá dögun til sólarlags á meðan Ramadan stendur yfir. „Þetta er erfitt fyrstu dagana en svo venst líkaminn þessu,“ sagði Touré eitt sinn í viðtali. Hann þarf ekki að hafa áhyggjur af þessu núna enda Fílabeinsströndin úr leik á HM.Alsíringar hafa fengið leyfi til að fasta ekki.vísir/gettySvo virðist sem stærsta nafnið sem verður án matar og drykkjar fyrir leik í dag sé Karim Benzema, framherji Fraklands. Hann er sagður staðfastur múslimi sem fastar ávallt á Ramadan. Sjálfur hefur Benzema ekki rætt um þetta á HM, en ef satt reynist þá borðar hann morgunmat, það sem múslimar kalla Suhur, um 7.00 að staðartíma í Brasilíuborg í dag. Hann verður svo án matar í hálfan sjötta tíma fram að leik liðsins gegn Nígeríu sem hefst klukkan 13.00 að staðartíma. Sólarupprisa er klukkan 7.22 í Brasilíuborg í dag og eftir það má Benzema hvorki borða né drekka. Það hjálpar honum, sem og öðrum múslimum stöddum í Brasilíu, að þar er vetur og sest sólin því snemma. Sólarlag er klukkan 17.36 í Brasilíuborg þannig Benzema getur hlaðið rafhlöðurnar tveimur og hálfum tíma eftir að leikurinn klárast.
HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Fleiri fréttir Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Sjá meira