Innlent

Eldur á iðnaðarsvæði í Hafnarfirði

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Jón Júlíus
Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu hefur verið kallað út að Hringhellu níu í Hafnarfirði. Eldur hefur kviknað í tjaldi fyrir aftan fyrirtækið Rafal.

Slökkviliðsmenn hafa hafið slökkvistarf, en þeir þurftu að brjóta sér leið í gegnum öryggishlið til að komast að eldinum.

Uppfært 23:45

Búið er að slökkva eldinn
og tók það um tíu mínútur eftir að slökkviliðsmenn komust að honum. Reykkafarar fóru inn í tjaldið og slökktu eldinn, sem hafði kviknað út frá rafmagnstöflu og var nálægt því að festa sig í tjaldinu sjálfu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×