Lífið

Á sjötta þúsund manns á Secret Solstice í gær

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Að sögn Egils var fullt í Skautahöllinni þar til klukkan fimm í nótt.
Að sögn Egils var fullt í Skautahöllinni þar til klukkan fimm í nótt. Mynd/Brynjar Snær
Á sjötta þúsund gesta sótti tónlistarhátíðina Secret Solstice í Laugardalnum í gær. Yfir þrjátíu fíkniefnamál komu upp í gærkvöldi en skipuleggjandi segir hátíðina hafa farið afar vel fram og að erlendir tónleikagestir séu í skýjunum með hátíðina. 

Yfir 150 tónlistarmenn og hljómsveitir koma fram á Secret Solstice tónlistarhátíðinni sem fram fer í Laugardalnum um helgina í fyrsta sinn. Jakob Frímann Magnússon, einn skipuleggjenda hátíðarinnar, segir hátíðina fara vel af stað.

„Þetta var mjög ánægjulegur dagur,“ segir Jakob. „Sem betur fer, þá var friður og kærleikur hér í fyrirrúmi. Það voru engin, að vitað er, áflog og ekkert ofbeldi.“

Á þriðja tug einstaklinga voru kærðir fyrir vörslu fíkniefna á hátíðinni og voru tveir vistaðir í fangageymslu lögreglu. Jakob segir mikla öryggisgæslu á hátíðinni.

„Við urðum ekki var við neitt slíkt, lögreglan hefur sennilega hitt einhver kunnugleg andlit í fjöldanum og tekið þau afsíðis.“

Frá stóra sviðinu í gær.Mynd/Brynjar Snær
Mikil stemmning var í Laugardalnum í gær og tróðu hljómsveitir líkt og Woodkid og Disclosure auk fjölda annarra erlendra hljómsveita upp við góðar viðtökur tónleikagesta.

Í kvöld mun enska hljómsveitin Massive Attack koma fram en hún er þekktasta hljómsveitin sem kemur fram á Secret Solstice. Egill Ólafur Thorarensen, annar sem stendur fyrir skipulagningu hátíðarinnar, segir að stefnan sé tekin á að fylla svæðið á þeim tónleikum.

„Við erum með leyfi fyrir níu þúsund manns og við erum alveg nokkuð viss um að það verði fullt út úr dyrum,“ segir Egill.Tengdar fréttir

Hverjir spilar hvenær á Secret Solstice

Eftirvæntingin eftir Secret Solstice-hátíðinni fer vaxandi með hverjum deginum sem líður en hér geturðu séð hvaða tónlistarmenn spila hvar og hvenær á hátíðinni.

Hátt í 500 starfsmenn á Secret Solstice

Carmen Jóhannsdóttir aðstoðarframleiðslustjóri fer yfir hvað verður hvar fyrsta þættinum af Secret Solstice: Upphitun, sem sýndur er hér á Vísi.

Enn bætist við á Secret Solstice

Átján nýir listamenn bætast við á dagskrá tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice sem fram fer dagana 20. til 22. júní í Laugardalnum í Reykjavík.

Secret Solstice á Popp TV: Þáttur eitt

Um fimm til sex þúsund manns létu sjá sig en hljómlistarmennirnir Woodkid og Disclosure voru meðal þeirra sem slógu í gegn í kvöld.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.